Fréttir
-
27.07.2011
Nýir landnemar og landbreytingar í Surtsey 2011
Nýir landnemar og landbreytingar í Surtsey 2011
27.07.2011
Tungljurt, járnsmiður og silfurrani eru meðal nýrra landnema í Surtsey og sjávarrof meitlar stöðugt af eynni þannig að talsverðar breytingar hafa orðið á norðurtanga eyjarinnar síðast liðið ár. Þetta er meðal niðurstaðna vísindamanna Náttúrufræðistofnunar sem fóru í sinn árlega rannsóknaleiðangur dagana 18.-21. júlí s.l.
-
18.07.2011
Vel heppnaður rannsóknaleiðangur í jökuleyjar í Vatnajökli
Vel heppnaður rannsóknaleiðangur í jökuleyjar í Vatnajökli
18.07.2011
Vel heppnuð rannsóknarferð á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands var farin í Esjufjöll í Breiðamerkurjökli dagana 6.-9. júlí síðastliðinn. Esjufjöll rísa hæst í rúmlega 1600 m hæð í ofanverðum Breiðamerkujökli. Þau samanstanda af fjórum fjallsrönum sem stefna suðvestur-norðaustur, Vesturbjörg, Skálabjörg, Esjubjörg og Austurbjörg, og hafa líklega verið íslaus síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk.
-
08.07.2011
Heildarfjöldi frjókorna í júní hefur aldrei mælst jafn mikill í Reykjavík
Heildarfjöldi frjókorna í júní hefur aldrei mælst jafn mikill í Reykjavík
08.07.2011
Heildarfjöldi frjókorna í júní reyndist sá langhæsti til þessa, 3119 frjó í rúmmetra (meðaltalið fyrir júní er 750 frjó í rúmmetra). Birkifrjó voru lang algengust eins og oftast í júní, eða tæplega 2000. Þau hafa aldrei verið fleiri og tímabil birkifrjóa hefur aldrei verið jafn langdregið, hófst um 20 maí og enn eru birkifrjó að mælast.
-
08.07.2011
Vistgerðir á vefnum
Vistgerðir á vefnum
08.07.2011
Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar hafa á undanförnum árum sérhæft sig í að skilgreinina og flokka vistgerðir. Alls hafa verið skilgreindar 24 tegundir vistgerða á hálendi Íslands og hafa 8 svæði verið rannsökuð og kortlögð.