Fréttir

 • 26.08.2011

  Arnarvarp gekk vonum framar

  Arnarvarp gekk vonum framar

  26.08.2011

  Þrátt fyrir afleitt tíðarfar gekk arnarvarp sæmilega árið 2011. Alls komust 29 ungar á legg og hafa ekki verið færri síðan 2006. Einungis 19 pör komu upp ungum en varpárangur þeirra var hins vegar með besta móti, því hlutfallslega mörg þeirra komu upp 2 ungum og eitt þeirra kom upp 3 ungum. Slíkt er afar sjaldgæft hér á landi og er aðeins vitað um 8 slík tilvik frá seinni hluta 19. aldar. Arnarstofninn telur um 66 pör og hefur staðið í stað undanfarin ár eftir nokkuð samfelldan vöxt frá því laust fyrir 1970. Alls hafa verið merktir 500 ernir hér á landi frá 1939, langflestir undanfarin tíu ár. Assa sem merkt var sem ungi sumarið 2005 varp nú sex ára gömul í fyrsta sinn og hafði þá sest að 85 km frá æskuóðali sínu.

 • 23.08.2011

  Viðkoma rjúpunnar 2011

  Viðkoma rjúpunnar 2011

  23.08.2011

  Viðkoma rjúpunnar 2011 hefur verið könnuð. Niðurstöður ungatalninga sýna að hörð tíð í vor og fyrri hluta sumars hefur, a.m.k. á Norðausturlandi, haft veruleg neikvæð áhrif á viðkomu rjúpunnar. Talningar í vor sýndu að varpstofninn minnkaði verulega á milli ára og ræður þessi fækkun, ásamt viðkomubresti, því að rjúpnastofninn í upphafi vetrar er miklu minni en verið hefur mörg undanfarin ár.

 • 17.08.2011

  Fjórða hefti fléttuflóru Norðurlanda komið út

  Fjórða hefti fléttuflóru Norðurlanda komið út

  17.08.2011

  Út er komið fjórða hefti fléttuflóru Norðurlanda en þar er fjallað um litskófarætt (Parmeliaceae), en af henni eru t.d. fjallagrös (Cetraria islandica), litunarskóf (Parmelia omphalodes) og tröllaskegg (Usnea sphacelata).

 • 12.08.2011

  Fálkatalning 2011

  Fálkatalning 2011

  12.08.2011

  Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar á fálkum er lokið. Niðurstöður talninganna 2011 eru í samræmi við það sem vænta mátti miðað við ástand rjúpnastofnsins og tíðarfar. Ljóst er að vegna niðursveiflu rjúpunnar mun fálkum fækka á næstu árum.

 • 05.08.2011

  Heildarfjöldi frjókorna í júlí vel yfir meðallagi í Reykjavík

  Heildarfjöldi frjókorna í júlí vel yfir meðallagi í Reykjavík

  05.08.2011

  Heildarfjöldi frjókorna í Reykjavík varð rúmlega 2000 frjó/m3, sem er vel yfir meðallagi, en nær þó ekki sömu hæðum og í fyrra þegar þau voru tæplega 4000 frjó/m3. Frjótala grasa varð hæst þann 18. júlí en daginn eftir voru tún í nágrenni frjógildrunnar slegin og minnkaði frjómagnið þá umstalsvert.

 • 02.08.2011

  Viðurkenning fyrir smekklega og vel hirta lóð

  Viðurkenning fyrir smekklega og vel hirta lóð

  02.08.2011

  Náttúrufræðistofnun og Urriðaholt ehf. hlutu á dögunum viðurkenningu bæjarstjórnar Garðabæjar fyrir smekklega og vel hirta lóð atvinnuhúsnæðis.