Einhliða togstreita?

15.02.2012

Ríkisendurskoðun birti nýlega úttekt á Náttúruminjasafni Íslands. Í kjölfarið hefur í fjölmiðlum og á Alþingi verið fjallað um meintar deilur milli forstöðumanna Náttúruminjasafnsins og Náttúrufræðistofnunar Íslands um verksvið stofnananna og skiptingu gripasafna á milli þeirra.

Geirfugl. Ljósm. Erling Ólafsson

Enginn hefur þó séð ástæðu til að bera málið undir forstjóra eða annað starfsfólk Náttúrufræðistofnunar. Fullyrðingar í skýrslu Ríkisendurskoðunar um tortryggni og togstreitu eru því sérkennilegri þegar samskipti stofnananna tveggja hafa fremur einkennst af miklu tómlæti af hálfu Náttúruminjasafnsins, þrátt fyrir ákvæði laga nr. 35/2007 þar að lútandi. Lítið sem ekkert hefur reynt á samstarf stofnananna frá því að Náttúruminjasafnið tók til starfa vorið 2007. Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands skrifaði greinargerð (pdf) um málið sem lýsir afstöðu Náttúrufræðistofnunar til þessarar meintu deilu.