Kynjaverur á Náttúrufræðistofnun á Akureyri

22.02.2012

Það var líf og fjör á Náttúrufræðistofnun á Akureyri í dag því þangað komu margs konar kynjaverur í heimsókn og skemmtu nærstöddum með söng.

Á Akureyri er öskudagur ekki eins og hver annar dagur og fáir dagar sem setja jafn mikinn svip á bæjarlífið. Krakkar vakna snemma, klæða sig upp í alls kyns furðubúninga, fjölmenna í fyrirtæki og stofnanir og syngja þar algenga söngva í skiptum fyrir góðgæti. Þannig hefur það lengi verið. Í Borgum var á tímabili vart hægt að þverfóta fyrir slíkum barnaflokkum og til okkar á Náttúrufræðistofnun komu um 80 krakkar í heimsókn. Í söngvalaun fengu þau harðfisk og sleikibrjóstsykur. Hér að neðan má sjá ljósmyndir af nokkrum hópum.

Ópalpakkar. Ljósm. Elínborg Þorgrímsdóttir.

Ýmsar furðuverur. Ljósm. Elínborg Þorgrímsdóttir.
 
Beinagrind. Ljósm. Elínborg Þorgrímsdóttir.

Systur. Ljósm. Elínborg Þorgrímsdóttir.