Fréttir

 • 28.03.2012

  Steingervingarannsóknir fá byr undir báða vængi

  Steingervingarannsóknir fá byr undir báða vængi

  28.03.2012

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar dr. Friðgeiri Grímssyni steingervingafræðingi til hamingju með veglegan styrk sem hann hlaut í byrjun mars frá austurríska rannsóknasjóðnum, Austrian Science Fund. Styrkurinn nemur rúmlega 52 milljónum króna og er ætlaður til rannsókna á 65–54 milljón ára gömlum plöntusteingervingum á Grænlandi og í Færeyjum.

 • 27.03.2012

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2012

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2012

  Heiðursviðurkenning Náttúrufræðistofnunar 2012

  27.03.2012

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 19. sinn föstudaginn 23. mars s.l. í húsnæði stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fundurinn var vel sóttur, þar voru haldin ávörp og erindi um ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni. Þá var heiðursviðurkenning Náttúrufræðistofnunar veitt í þriðja skipti.

 • 26.03.2012

  Hrafnaþing: Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin

  Hrafnaþing: Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin

  Skógarkerfill tekur við af lúpínu í Hrísey

  26.03.2012

  Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 28. mars, flytja erindi sitt „Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin“. 

 • 20.03.2012

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2012

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2012

  20.03.2012

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn í húsnæði stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ föstudaginn 23. mars kl. 13:15 – 19:00.

 • 15.03.2012

  Pödduvefurinn telur nú 250 tegundir

  Pödduvefurinn telur nú 250 tegundir

  15.03.2012

  Pödduvef Náttúrufræðistofnunar var hleypt af stokkunum 14. ágúst 2009 og voru þá kynntar til sögu 80 tegundir. Síðan hafa bæst við tegundir jafnt og þétt og var 250 tegunda markinu náð nú um miðjan mars. Vefurinn hefur sannað gildi sitt því á degi hverjum er hann heimsóttur af fjölda notenda og oft heyrist til hans vitnað.

 • 12.03.2012

  Endalok tertíertímabilsins á Hrafnaþingi

  Endalok tertíertímabilsins á Hrafnaþingi

  Einfaldað jarðlagasnið sýnir alla jarðsöguna

  12.03.2012

  Kristján Jónasson jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 14. mars, fjalla um endalok tertíertímabilsins.

 • 02.03.2012

  Frjókornin þjófstarta

  Frjókornin þjófstarta

  mh_Alnus_trabeculosa

  02.03.2012

  Fáum dettur frjókorn í hug nú í byrjun Góu. Hins vegar hefur hlýr febrúarmánuður dugað kínverska elrinu í Grasagarðinum til að opna og teygja úr karlreklunum sem nú hanga niður, þannig að vindur hefur greiðan aðgang að frjóhirslum og þar með geta frjókornin dreifst út í andrúmsloftið.