Fréttir

 • 23.04.2012

  Hrafnaþing: Erfðabreytt náttúra

  Hrafnaþing: Erfðabreytt náttúra

  Erfðabreyttur lax sem vex tvöfalt hraðar en sá villti.

  23.04.2012

  Kristinn P. Magnússon sameindaerfðafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands mun á síðasta Hrafnaþingi vormisseris, miðvikudaginn 25. apríl, flytja erindi sitt „​Erfðabreytt náttúra“.

 • 17.04.2012

  Varði doktorsritgerð um frumframvindu á jökulskerjum í Vatnajökli

  Varði doktorsritgerð um frumframvindu á jökulskerjum í Vatnajökli

  17.04.2012

  María Ingimarsdóttir líffræðingur varði doktorsritgerð sína Community and food web assembly on virgin habitat islands 30. mars s.l. við Háskólann í Lundi.

 • 13.04.2012

  Ljúfir vorboðar snemma á ferð

  Ljúfir vorboðar snemma á ferð

  13.04.2012

  Til þessa hefur mátt stilla dagatalið eftir húshumlunum á 19. apríl. Þær hafa brugðist því viðmiði þetta vorið. Drottningar tóku að skríða úr vetrarhýði í lok mars og töluvert varð við þær vart fyrstu dagana í apríl. Rauðhumlan nýja hefur einnig látið á sér kræla og kann það að vera vísbending um að hún verði meira áberandi í ár en áður.

 • 10.04.2012

  Hrafnaþing: Um hvítabirni og komur þeirra til Íslands

  Hrafnaþing: Um hvítabirni og komur þeirra til Íslands

  Tennur hvítabjarnar

  10.04.2012

  Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 11. apríl, flytja erindi sitt „Um hvítabirni og komur þeirra til Íslands“.

 • 03.04.2012

  Óvenjulegur gestagangur – garðyglur snemma á ferð

  Óvenjulegur gestagangur – garðyglur snemma á ferð

  03.04.2012

  Garðygla, Agrotis ipsilon, er eitt algengasta fiðrildið sem berst hingað til lands með vindum frá meginlandi Evrópu og þykir það því í sjálfu sér ekki ýkja fréttnæmt. Það vakti þó athygli að í lok mars sáust þess ótvíræð merki að garðyglur hafi lagt loft undir vængi og borist hingað til lands í umtalsverðum mæli, en ekki eru kunn dæmi þess að það hafi áður gerst svo snemma vors.

 • 02.04.2012

  Samstarf við Landvernd um fræðslu á háhitasvæðum

  Samstarf við Landvernd um fræðslu á háhitasvæðum

  02.04.2012

  Þann 28. mars gerðu Náttúrufræðistofnun Íslands og Landvernd með sér samstarfssamning sem snýr að aukinni fræðslu um jarðhitasvæði á Íslandi. Um er að ræða verkefni  á vegum Landverndar sem hófst í byrjun árs undir heitinu „Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum“. Verkefnið er til tveggja ára en er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni um verndun jarðhitasvæða á Íslandi.