Fréttir

 • 25.05.2012

  Ráðstefna um verndunarlíffræði og fyrirlestur um þróun

  Ráðstefna um verndunarlíffræði og fyrirlestur um þróun

  25.05.2012

  Háskólinn á Akureyri og Náttúrufræðistofnun Íslands standa fyrir ráðstefnunni Conservation biology: towards sustainable management of natural resources sem haldin verður föstudaginn 1. júní í Háskólanum á Akureyri.

 • 22.05.2012

  Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni

  Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni

  22.05.2012

  Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni. Að þessu sinni er dagurinn helgaður líffræðilegri fjölbreytni í hafi.

 • 21.05.2012

  Íslenska flóran í farsíma og spjaldtölvur

  Íslenska flóran í farsíma og spjaldtölvur

  21.05.2012

  Þann 1. júní n.k. kemur á markað hugbúnaður fyrir Android símtæki og spjaldtölvur sem gerir fólki kleift að greina plöntur á einfaldan hátt. Um er að ræða greiningarlykil íslensku flórunnar með rúmlega 800 ljósmyndum af u.þ.b. 470 plöntum ásamt ítarlegum teikningum af sérkennum plantnanna. Sigmundur Helgi Brink hjá Landbúnaðarháskóla Íslands átti frumkvæði að verkefninu og hefur unnið að þróun þess ásamt Guðmundi Frey Hallgrímssyni forritara. Náttúrufræðistofnun Íslands, ásamt Landbúnaðarháskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Hátækni, styrkir verkefnið.

 • 09.05.2012

  Rannsóknir á íslenska refastofninum

  Rannsóknir á íslenska refastofninum

  Mórauð tófa í vetrarbúningi

  09.05.2012

  Melrakkasetur Íslands, í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða, hefur ákveðið að halda áfram rannsóknum á íslenska refastofninum sem dr. Páll Hersteinsson hóf fyrir rúmlega þremur áratugum. Óskað er eftir samstarfi við refaveiðimenn, sveitarfélög og aðra sem málið kann að varða.

 • 02.05.2012

  Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun

  Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun

  02.05.2012

  Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir eftir tíu sumarstarfsmönnum til að sinna ýmsum verkefnum við stofnunina. Störfin eru hluti af tímabundnu átaksverkefni Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar og eru opin öllum námsmönnum, sem eru á milli anna eða skólastiga, auk þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá.