Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni

22.05.2012

Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni. Að þessu sinni er dagurinn helgaður líffræðilegri fjölbreytni í hafi.

Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí ár hvert.

Fyrir næstum 20 árum síðan ákváðu sameinuðu þjóðirnar að tilnefna 22. maí alþjóðlegan dag líffræðilegrar fjölbreytni. Síðan þá hefur verið haldið upp á daginn til að leggja áherslu á mikilvægi þess að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika á jörðinni.

Nánar má lesa um alþjóðlegan dag líffræðilegrar fjölbreytni á vef Samningsins um líffræðilega fjölbreytni.