Fréttir

 • 28.06.2012

  Nýjung í birtingu frjómælinga

  Nýjung í birtingu frjómælinga

  28.06.2012

  Á vef Náttúrufræðistofnunar er nú á einfaldan hátt hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um magn frjókorna í lofti frá mælingastöð í Urriðaholti í Garðabæ en þær eru færðar inn á hverjum virkum degi. Þessi þjónusta gerir fólki sem er með frjókornaofnæmi auðveldara með að fylgjast með frjómagni í lofti. Hægt er að gerast áskrifandi að frjómælingunum með RSS fréttaveitu.

 • 19.06.2012

  Sérkennileg frétt um dauðan fálka

  Sérkennileg frétt um dauðan fálka

  Fálki

  19.06.2012

  Í gær, þann 18. júní, birtist á vefmiðlinum Vísi frétt þess efnis að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi komið í veg fyrir að barnaskóli á Akranesi fengi uppstoppaðan fálka. Vegna fréttarinnar vill Náttúrufræðistofnun koma á framfæri athugasemd.

 • 19.06.2012

  Lúpína leggur undir sig land við Húsavík

  Lúpína leggur undir sig land við Húsavík

  Lúpínubreiður í Húsavíkurfjalli

  19.06.2012

  Náttúrufræðistofnun Íslands lauk nýlega við að kortleggja útbreiðslu alaskalúpínu við Húsavík. Svæðið sem um ræðir var afgirt og friðað fyrir sauðfjárbeit árið 1989 og er alls 23 km2 að flatarmáli. Heildarútbreiðsla lúpínu er nú orðin rúmlega 4 km2 en útlit er fyrir að hún muni leggja þar undir sig alla mela og mólendi á næstu tveimur til þremur áratugum.

 • 14.06.2012

  Birkikemba – Lítill glaðningur fyrir garðeigendur

  Birkikemba – Lítill glaðningur fyrir garðeigendur

  14.06.2012

  Margir garðeigendur í höfuðborginni hafa veitt því athygli að birkilauf eru tekin að sölna sem aldrei fyrr. Því veldur birkikemba, fiðrildið smávaxna, sem er nýlegur landnemi hér hjá okkur, einn af nokkrum sem ætla að verða til óþurftar.

 • 08.06.2012

  Gróðureldarnir í Heiðmörk 6. júní – ferkílómetri verður að 0,4 hekturum

  Gróðureldarnir í Heiðmörk 6. júní – ferkílómetri verður að 0,4 hekturum

  08.06.2012

  Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa kannað svæði það sem varð eldi að bráð í Heiðmörk þann 6. júní. Þá var greint frá í fréttum að mikill eldur hafi komið upp í gróðri og brennt um 1 km2 (100 ha) lands. Slökkvilið var kallað út náði fljótt tökum á eldinum og kom í veg fyrir að hann breiddist út. Svæðið sem brann er utan í lágri hæð við suðurjaðar Hjallaflata. Reið- og göngustígur er undir hæðinni og er líklegt að kviknaði hafi út frá tóbaksglóð. Mjög þurrt hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og gróður skraufaþurr.

 • 06.06.2012

  Rjúpnatalningar 2012

  Rjúpnatalningar 2012

  06.06.2012

  Árlegum rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands er lokið. Talningasvæðin, sem í ár voru 41, eru dreifð í öllum landshlutum og ná til um 3% af grónu landi neðan 400 m hæðarlínu. Rjúpnatalningarnar eru unnar í samvinnu við náttúrustofur landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarð, Fuglavernd, Skotvís og áhugamenn.