Nýjung í birtingu frjómælinga

28.06.2012

Á vef Náttúrufræðistofnunar er nú á einfaldan hátt hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um magn frjókorna í lofti frá mælingastöð í Urriðaholti í Garðabæ en þær eru færðar inn á hverjum virkum degi. Þessi þjónusta gerir fólki sem er með frjókornaofnæmi auðveldara með að fylgjast með frjómagni í lofti. Hægt er að gerast áskrifandi að frjómælingunum með RSS fréttaveitu.

Frjógildra við Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg í Reykjavík. Ljósm. Margrét Hallsdóttir.

Tafla með frjómælingum í Urriðaholti er birt á forsíðu www.ni.is og á síðunni Frjófréttir en þar má einnig nálgast upplýsingar um frjómælingar frá mælistöðvum á Akureyri og við Bústaðaveg í Reykjavík sem birtar eru einu sinni í viku. Á síðunni eru einnig birtir frjópistlar sem hægt er að gerast áskrifandi að með RSS fréttaveitu og frjóalmanak sem byggir á 10 daga meðaltölum áranna 1988-2010.

Margrét Hallsdóttir hefur umsjón með frjómælingum á Náttúrufræðistofnun.