Enn mælast háar frjótölur á höfuðborgarsvæðinu
Hlýindin undanfarið hafa opnað blóm nokkurra grastegunda sem spretta seint og ná ekki að dreifa frjókornum öll sumur. Frjótölur í Reykjavík nálguðust 100 á þriðjudag. Fólk með grasofnæmi finnur vel fyrir þessu.
Það hvessti á þriðjudag og hitastig nálgaðist 20°C loftið var tiltölulega þurrt og þá er ekki að sökum að spyrja frjótala grasa rauk upp og þann sólarhring (14.8.) reyndust 97 grasfrjó fara um hvern rúmmetra lofts við Bústaðaveginn. Í Urriðaholti var frjótalan heldur lægri en samt há á mælikvarða jaðarbyggðarinnar eða 62 frjó/m3. Í ágúst má alltaf reikna með svona toppum syðra en þeir standa venjulega aðeins í fáa daga. Topparnir eru fylgifiskar hlýinda og þurra vinda. Sumarið 2011 urðu þeir fjórir og einn kom í byrjun septemeber. Fólk með grasofnæmi finnur fyrir þessu jafnvel þó frjótölur verði sjaldan mjög háar svona síðsumars.


Sjá nánar um frjófréttir