Fréttir

 • 31.10.2012

  Ný bók um verndun jarðminja í Evrópu

  Ný bók um verndun jarðminja í Evrópu

  31.10.2012

  Nýlega kom út bókin „Geoheritage in Europe and its conservation“ sem fjallar um verndun jarðminja í Evrópu. Í bókinni eru upplýsingar um hvernig 37 þjóðir í Evrópu, þar á meðal Ísland, hafa staðið að verndun jarðminja og hver staða þeirra er í dag. Bókin gefur gott yfirlit um verndun jarðminja í Evrópu.

 • 29.10.2012

  Gróður í Viðey í Þjórsá á Hrafnaþingi

  Gróður í Viðey í Þjórsá á Hrafnaþingi

  29.10.2012

  Anna Sigríður Valdimarsdóttir, BS náttúrufræðingur og meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 31. október, flytja erindi sitt „Gróður í Viðey í Þjórsá: Gróðurfar á beitarfriðuðu svæði.“

 • 23.10.2012

  Samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands

  Samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands

  23.10.2012

  Samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands var undirritað 22. október. Það voru Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, og Margrét Hallgrímsdóttir, settur forstöðumaður Náttúruminjasafns, sem undirrituðu samkomulagið. Með því hefur verið tekið mikilvægt skref í því að efla samvinnu þessara náttúruvísindastofnana.

 • 18.10.2012

  Er sjödeplan að nema land?

  Er sjödeplan að nema land?

  18.10.2012

  Sjödepla er vel þekkt hér á landi til langs tíma sem slæðingur frá meginlandi Evrópu. Hún hefur borist frjálslega með varningi ýmiskonar á flestum árstímum og ekki síst dönskum jólatrjám síðla hausts. Fyrst nú í sumar hafa komið fram vísbendingar sem gætu gefið til kynna að sjödeplan sé að festa sig í sessi.

 • 16.10.2012

  Niðurstöður frjómælinga 2012

  Niðurstöður frjómælinga 2012

  16.10.2012

  Niðurstöður frjómælinga árið 2012 hafa verið birtar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Fjöldi frjókorna í lofti yfir Reykjavík og á Akureyri reyndist yfir meðallagi en í Garðabæ voru þau færri en í fyrra.

 • 15.10.2012

  Lítil mús á köldumklaka á Hrafnaþingi

  Lítil mús á köldumklaka á Hrafnaþingi

  15.10.2012

  Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi í líffræði og framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands, mun á fyrsta Hrafnaþingi haustsins, miðvikudaginn 17. október, flytja erindi sitt „Lítil mús á köldum klaka: þættir úr stofnvistfræði hagamúsa á Suðvesturlandi.“

 • 05.10.2012

  Flokkun vistgerða og kortlagning búsvæða dýra og plantna

  Flokkun vistgerða og kortlagning búsvæða dýra og plantna

  05.10.2012

  Náttúrufræðistofnun Íslands  annast framkvæmd meginhluta verkefnisins Natura Ísland þar sem aflað verður nauðsynlegra gagna um náttúru landsins með vettvangsvinnu og úrvinnslu gagna. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu með svokölluðum IPA styrk.

 • 03.10.2012

  Hrafnaþing hefst að nýju

  Hrafnaþing hefst að nýju

  03.10.2012

  Dagskrá Hrafnaþings fyrir veturinn 2012-2013 hefur nú verið birt á vef stofnunarinnar. Erindin í vetur verða fjölbreytt og úr ýmsum sérgreinum innan náttúrufræðinnar.

 • 01.10.2012

  Steindir og kristallar á Vísindavöku

  Steindir og kristallar á Vísindavöku

  Tvöfalt ljósbrot í silfurbergi

  01.10.2012

  Það voru margir sem heimsóttu sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var 28. september síðastliðinn. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína með sýningunni „Steindir og kristallar“.