Gróður í Viðey í Þjórsá á Hrafnaþingi

29.10.2012

Anna Sigríður Valdimarsdóttir, BS náttúrufræðingur og meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 31. október, flytja erindi sitt „Gróður í Viðey í Þjórsá: Gróðurfar á beitarfriðuðu svæði.“

Viðey í Þjórsá séð ofan af Núpsfjalli ofan við bæinn Minna-Núp í Gnúpverjahreppi. Ljósm. Anna Sigríður Valdimarsdóttir.

Í erindinu verður í máli og myndum fjallað um rannsókn á gróðurfari í Viðey í Þjórsá. Viðey er stök ey suðaustan við bæinn Minna-Núp í Gnúpverjahreppi. Áin er þar djúp og straumþung og hefur eyin því notið nokkurrar verndar fyrir ágangi manna og búfjár. Í Viðey er gróskulegur birkiskógur sem ekki er að finna á bökkum árinnar en lítið var vitað um annan gróður í eynni.

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna gróður í eynni og bera hann saman við gróður á svipuðu landi beggja vegna árinnar. Áhersla var lögð á að leita svara við eftirfarandi spurningum: Hvaða gerðir gróðurs er að finna í eynni? Hver er þekja og tegundasamsetning plantna í mismunandi gróður- og landgerðum í eynni og á svipuðu landi beggja vegna árinnar? Finnast sjalfgæfar plöntutegundir í eynni?

Nánari upplýsingar um erindið.

Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnaþings veturinn 2012-2013

Þeir sem ekki sjá sér fært um að mæta á Hrafnaþing eiga þess kost að hlusta á erindin á rás Náttúrufræðistofnunar á samfélagsmiðlinum Youtube.