Hrafnaþing hefst að nýju

03.10.2012

Dagskrá Hrafnaþings fyrir veturinn 2012-2013 hefur nú verið birt á vef stofnunarinnar. Erindin í vetur verða fjölbreytt og úr ýmsum sérgreinum innan náttúrufræðinnar.

Hrafn á flugi. Ljósm. Daníel Bergmann.

Fyrsta Hrafnaþing vetrarins verður miðvikudaginn 17. október kl. 15:15. Þá mun Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur halda erindi sem nefnist Lítil mús á köldum klaka.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð, Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin á Hrafnaþing!

Dagskrá Hrafnaþings veturinn 2012-2013