Steindir og kristallar á Vísindavöku

01.10.2012
Tvöfalt ljósbrot í silfurbergi
Picture: Kristján Jónasson
Tvöfalt ljósbrot í silfurbergi

Það voru margir sem heimsóttu sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var 28. september síðastliðinn. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína með sýningunni „Steindir og kristallar“.

Á sýningunni voru veggspjöld með upplýsingum um steindir, kristalla og eiginleika þeirra auk þess sem útfellingar í eldgosum fengu sérstaka athygli. Fallegir kristallar úr náttúru Íslands vöktu áhuga barna og fullorðinna, boðið var upp á að skoða saltkristalla í víðsjá og sykurkristallar vöktu lukku. Kristján Jónasson og Sigmundur Einarsson jarðfræðingar, voru á staðnum og svöruðu spurningum áhugasamra og útskýrðu það sem fyrir augu bar. Boðið var upp á föndurverkefni fyrir börnin sem gengur út á að setja saman ólíka kristalla.

Í tilefni af Vísindavöku gaf Náttúrufræðistofnun út bæklinginn Steindir og kristallar þar sem upplýsingar þar að lútandi eru gerðar aðgengilegar fyrir almenning.

Hér að neðan má sjá myndir frá sýningarbás Náttúrufræðistofnunar:

Frá sýningunni Steindir og kristallar á Vísindavöku 2012
Picture: Anette Th. Meier

Kristján Jónasson jarðfræðingur sýnir áhugasamri stúlku kristallíkön

Frá sýningunni Steindir og kristallar á Vísindavöku 2012
Picture: Anette Th. Meier

Sykurkristallar vöktu lukku því það mátti smakka á þeim

Frá sýningunni Steindir og kristallar á Vísindavöku 2012
Picture: Anette Th. Meier

Glaðbeitt móðir fylgist með syni sínum skoða saltkristalla í víðsjá

Frá sýningunni Steindir og kristallar á Vísindavöku 2012
Picture: Anette Th. Meier

Ung stúlka virðir fyrir sér saltkristalla í víðsjá

Frá sýningunni Steindir og kristallar á Vísindavöku 2012
Picture: Anette Th. Meier

Kristján Jónasson jarðfræðingur umkringdur fróðleiksfúsum gestum

Frá sýningunni Steindir og kristallar á Vísindavöku 2012
Picture: Anette Th. Meier

Pappírskristallar sem skreyttu sýningarbás Náttúrufræðistofnunar