Fréttir

 • 22.11.2012

  Nýr áfangi í kortagerð: Vistgerðakort af miðhálendi Íslands

  Nýr áfangi í kortagerð: Vistgerðakort af miðhálendi Íslands

  22.11.2012

  Á Náttúrufræðistofnun Íslands hefur um nokkurra ára skeið verið unnið að skilgreiningu og flokkun vistgerða á miðhálendinu. Vistgerðakort hafa verið teiknuð af 8 rannsóknasvæðum. Að undanförnu hefur verið unnið að frekari kortlagningu af öllu miðhálendinu. Stofnunin hefur nú gefið út fyrstu vistgerðakortin þar sem landi er skipt í 20x20 km reiti í samræmi við reitakerfi Landmælinga Íslands og LÍSU samtakanna. Kortin eru aðgengileg á vef stofnunarinnar.

 • 13.11.2012

  Er Þórsmörk einkamál Skógræktarinnar?

  Er Þórsmörk einkamál Skógræktarinnar?

  13.11.2012

  Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa miklar efasemdir um boðaðar aðgerðir Skógræktar ríkisins til að hefta útbreiðslu lúpínu í Þórsmörk. Þeir telja allar líkur á að þær muni mistakast og afleiðingin verði í raun sú að lúpína muni dreifast um víðáttumikið, skóglaust land á Þórsmerkursvæðinu. Þar muni hún leika lykilhlutverk í gróðurframvindu og breyta náttúrufari til langframa. Jafnframt muni hún með tímanum breiðast út neðan Merkurinnar og gerbreyta þar landi.

 • 13.11.2012

  Þéttleiki og varpárangur spóa á Hrafnaþingi

  Þéttleiki og varpárangur spóa á Hrafnaþingi

  13.11.2012

  Borgný Katrínardóttir líffræðingur mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 14. nóvember, flytja erindi sitt Þéttleiki og varpárangur spóa á hálfgrónum áreyrum.

 • 07.11.2012

  Pödduvefurinn á tímamótum – 300 tegundir

  Pödduvefurinn á tímamótum – 300 tegundir

  07.11.2012

  Í ágúst 2009 var pödduvefur Náttúrufræðistofnunar settur á laggirnar og 80 tegundir fjölbreytilegra smádýra kynntar til leiks. Markmiðið með vefnum var og er að fræða unga sem aldna, áhugasama sem angistarfulla, um tegundir smádýra á landi og í vötnum á Íslandi. Vefurinn hefur frá upphafi notið vinsælda og er oft til hans vitnað í fjölmiðlum og þar sem fólk hittist. Hann hefur vaxið jafnt og þétt og nýir pöddupistlar bæst við nánast í viku hverri. Í dag bættist sá nýjasti við og eru þeir nú orðnir 300 talsins.