Fréttir
-
27.02.2013
Vorboði lítur dagsljósið
Vorboði lítur dagsljósið
27.02.2013
Fyrirboðar vorsins eru af ýmsu tagi og eiga flestir sína uppáhalds vorboða. Einn þeirra tryggu er ánamaðkurinn grááni, þó ekki sé hann hafður á hvers manns vörum. Nýliðna helgi þótti honum tímabært orðið að skríða upp úr moldinni, e.t.v. einum of snemma.
-
21.02.2013
Surtsey 50 ára
Surtsey 50 ára
21.02.2013
Í nóvember á þessu ári verða liðin 50 ár frá því að neðansjávargos hófst við Vestmannaeyjar og Surtsey myndaðist. Í tilefni þess mun Surtseyjarfélagið ásamt fleirum, þar á meðal Náttúrufræðistofnun Íslands, standa fyrir alþjóðlegri afmælis- og vísindaráðstefnu í Reykjavík, dagana 12.-15. ágúst 2013.
-
19.02.2013
Botnlægir hryggleysingjar í Norður-Íshafi á Hrafnaþingi
Botnlægir hryggleysingjar í Norður-Íshafi á Hrafnaþingi
19.02.2013
Guðmundur Guðmundsson, flokkunarfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 20. febrúar, flytja erindið Tegundafjölbreytni botnlægra hryggleysingja í Norður-Íshafi.
-
11.02.2013
Eldstöðvakerfið við Krýsuvík á Hrafnaþingi
Eldstöðvakerfið við Krýsuvík á Hrafnaþingi
11.02.2013
Sigmundur Einarsson og Kristján Jónasson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, munu á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 13. febrúar, flytja erindið Eldstöðvakerfið við Krýsuvík og tengslin við höfuðborgarsvæðið.