Botnlægir hryggleysingjar í Norður-Íshafi á Hrafnaþingi
19.02.2013
Guðmundur Guðmundsson, flokkunarfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 20. febrúar, flytja erindið Tegundafjölbreytni botnlægra hryggleysingja í Norður-Íshafi.

Hlutar Norður-Íshafs með áþekka umhverfisþætti.
Í erindinu verður greint frá aðkomu Íslands að vöktun á lífríki í Norður-Íshafinu og fjallað um tegundafjölbreytni botnlægra hryggleysingjategunda. Nánari upplýsingar um erindið er að finna á vef stofnunarinnar.
Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00. Sjá kort.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!
Dagskrá Hrafnaþings veturinn 2012-2013