Eldstöðvakerfið við Krýsuvík á Hrafnaþingi

11.02.2013
Sigmundur Einarsson og Kristján Jónasson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, munu á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 13. febrúar, flytja erindið Eldstöðvakerfið við Krýsuvík og tengslin við höfuðborgarsvæðið.
Horft yfir Sogin til Trölladyngju og Grænudyngju. Ljósm. Sigmundur Einarsson.

Í erindinu verður fjallað um eldstöðvakerfið sem oftast er kennt við Krýsuvík. Nánari upplýsingar um erindið er að finna á vef stofnunarinnar.

Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnaþings veturinn 2012-2013