Fréttir
-
18.03.2013
Útbreiðsla og fæða hvala á Hrafnaþingi
Útbreiðsla og fæða hvala á Hrafnaþingi
18.03.2013
Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, flytur erindi sitt Nýlegar breytingar á útbreiðslu og fæðu hvala við Ísland: Áhrif loftslagsbreytinga? á Hrafnaþingi miðvikudaginn 20. mars kl. 15:15.
-
08.03.2013
Sverðnykraer ný háplöntutegund í flóru Íslands
Sverðnykraer ný háplöntutegund í flóru Íslands
08.03.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á að ný háplöntutegund, sverðnykra, hefur bæst við flóru landsins. Starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs fundu tegundina síðastliðið sumar er þeir voru við rannsóknir í Berufjarðarvatni nærri Bjarkalundi í Reykhólahreppi. Staðfesting á tegundagreiningunni fékkst nú á dögunum.
-
06.03.2013
Hrafnaþingi frestað til morguns
Hrafnaþingi frestað til morguns
06.03.2013
Vegna veðurs hefur Hrafnaþingi, sem vera átti í dag, verið frestað til morguns, fimmtudagsins 7. mars. Þorkell Lindberg Þórarinsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, mun flytja erindi sitt Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða og hefst það kl. 15:15.
-
04.03.2013
Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða á Hrafnaþingi
Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða á Hrafnaþingi
04.03.2013
Þorkell Lindberg Þórarinsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 6. mars, flytja erindið Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða.