Hrafnaþingi frestað til morguns

06.03.2013

Vegna veðurs hefur Hrafnaþingi, sem vera átti í dag, verið frestað til morguns, fimmtudagsins 7. mars. Þorkell Lindberg Þórarinsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands, mun flytja erindi sitt Vetrarstöðvar íslenskra flórgoða og hefst það kl. 15:15.

Upplýsingar um erindið er að finna á vef Náttúrufræðistofnunar.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Verið velkomin!

Þeir sem ekki sjá sér fært um að mæta geta nálgast erindið á rás stofnunarinnar á samskiptamiðlinum Youtube.