Fréttir
-
19.04.2013
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2013
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2013
19.04.2013
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 20. sinn föstudaginn 12. apríl s.l. á Hótel Natura. Fundurinn var vel sóttur, þar voru haldin ávörp og erindi um ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni.
-
10.04.2013
Kortlagning á útbreiðslu gróðurelda
Kortlagning á útbreiðslu gróðurelda
10.04.2013
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins hafa skoðað og kortlagt þrjú svæði þar sem sinueldar komu upp í lok mars síðastliðnum, í Gröf í Lundarreykjadal, Hvammi í Skorradal og við eyðibýlið Merkihvol í Landsveit. Bruninn í Gröf var langumfangsmestur en þar fór eldur yfir tæplega 40 hektara, við Merkihvol brunnu um 2 hektarar og innan við hálfur hektari í Hvammi.
-
08.04.2013
Þrjú ný Ramsarsvæði
Þrjú ný Ramsarsvæði
08.04.2013
Nýlega samþykkti Ramsarsamningurinn þrjú ný svæði á Íslandi inn á alþjóðlega votlendisskrá sína. Það eru verndarsvæði blesgæsa í Andakíl við Hvanneyri, friðland í Guðlaugstungum og Snæfells- og Eyjabakkasvæðið.
-
03.04.2013
Vorboði í Garðabæ
Vorboði í Garðabæ
03.04.2013
Það er ekki laust við að vorhugur sé kominn í starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ enda hefur góður vorboði gert vart við sig í Búrfellshrauni norðan við húsakynni stofnunarinnar.
-
02.04.2013
Sveppir og fléttur á Hrafnaþingi
Sveppir og fléttur á Hrafnaþingi
02.04.2013
Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt Sveppur á fléttu ofan, fléttuháðir sveppir og fjölbreytni þeirra! á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. apríl kl. 15:15.