Fréttir

 • 30.05.2013

  Framundan er tími garðaúðunar

  Framundan er tími garðaúðunar

  30.05.2013

  Á hverju vori kemur upp umræða um eiturúðun gegn meindýrum í görðum, hversu þörf hún er, hvort hún sé nauðsynleg og hvort rétt sé að henni staðið. Svörin við þessu eru ekki einföld og sýnist reyndar sitt hverjum. Allir ættu þó að vera sammála um að notkun eiturefna almennt í umhverfi okkar ætti ekki að vera sjálfsagður hlutur. Garðeigendur eru hvattir til að velta fyrir sér hvað eiturherferð í garðinum inniber áður en látið er til skarar skríða.

 • 27.05.2013

  Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir spendýrafræðingi

  Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir spendýrafræðingi

  27.05.2013

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða spendýrafræðing til starfa við stofnunina í Garðabæ.

 • 16.05.2013

  Búrfellshraun – Málþing til minningar um Guðmund Kjartansson jarðfræðing

  Búrfellshraun – Málþing til minningar um Guðmund Kjartansson jarðfræðing

  16.05.2013

  Þriðjudaginn 21. maí 2013 verður haldið málþing tileinkað minningu Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings en síðasta rannsóknarverkefni hans var aldursgreining og kortlagning Búrfellshrauns sem er samheiti á mörgum hraunum í Garðabæ og Hafnarfirði og runnið hafa frá Búrfellsgíg til sjávar. Guðmundur lést árið 1972.

 • 14.05.2013

  Birkikemban vekur á sér athygli

  Birkikemban vekur á sér athygli

  14.05.2013

  Birkikemba er smávaxið fiðrildi sem borist hefur til landsins á seinni árum og náð fótfestu í görðum okkar. Fiðrildin eru árrisul, fara á stjá í apríl og hverfa að mestu upp úr miðjum maí. Á þessum tíma ber einna mest á þeim sitjandi á húsveggjum og er fjöldinn stundum umtalsverður. Þessi litlu fiðrildi vekja athygli margra á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana og berast Náttúrufræðistofnun Íslands í auknum mæli með hverju árinu sem líður.

 • 06.05.2013

  Sveppir í Heimaey og Surtsey sumarið 2010 á Hrafnaþingi

  Sveppir í Heimaey og Surtsey sumarið 2010 á Hrafnaþingi

  06.05.2013

  Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi sitt Sveppir í Heimaey og Surtsey sumarið 2010 á Hrafnaþingi miðvikudaginn 8. maí kl. 15:15.