Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir spendýrafræðingi
27.05.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða spendýrafræðing til starfa við stofnunina í Garðabæ.
Starfið felur meðal annars í sér:
- Rannsóknir og vöktun á íslenskum spendýrum, með sérstakri áherslu á ref, en einnig vinnu við önnur landspendýr og seli
- Áætlanagerð í samvinnu við samstarfsaðila
- Úrvinnslu gagna, greinaskrif og skýrslugerð
- Vinnu við ráðgjöf og álitsgerðir