Fréttir
-
27.06.2013
Frjótíma birkis að ljúka
Frjótíma birkis að ljúka
27.06.2013
Nú í júnílok er frjótíma birkis að ljúka. Heildfjöldi birkifrjóa er mun hærri í Garðabæ í ár miðað við árin 2011-2012 og á Akureyri er fjöldinn nú þegar kominn yfir meðaltal áranna 1998-2012.
-
14.06.2013
Fræðslubæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil
Fræðslubæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil
14.06.2013
Kominn er út bæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil en plönturnar eru fyrstu dæmin um ágengar, framandi plöntutegundir sem breiðast út hér á landi. Bæklingurinn er gefinn út í samvinnu Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í honum er stuttlega komið inn á einkenni tegundanna, áhrif þeirra á vistkerfi landsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr útbreiðslu þeirra.
-
11.06.2013
Rjúpnatalningar 2013
Rjúpnatalningar 2013
11.06.2013
Árlegum rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands er lokið. Talningasvæðin, sem í ár voru 42, eru dreifð í öllum landshlutum og ná til um 3% af grónu landi neðan 400 m hæðarlínu. Rjúpnatalningarnar eru unnar í samvinnu við náttúrustofur landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarð, Fuglavernd, Skotvís og áhugamenn. Um 60 manns tóku þátt í talningunum.
-
05.06.2013
Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir sérfræðingi í flokkunarfræði mosa
Náttúrufræðistofnun auglýsir eftir sérfræðingi í flokkunarfræði mosa
05.06.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í flokkunarfræði mosa. Ráðið verður í stöðuna í að minnsta kosti 18 mánuði, með möguleika á framlengingu og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem allra fyrst.
-
03.06.2013
Mat á líffræðilegri fjölbreytni Norðurslóða
Mat á líffræðilegri fjölbreytni Norðurslóða
03.06.2013
Nýlega voru gefnar út á vegum CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) og Norðurskautsráðsins þrjár skýrslur sem eru afurð verkefnisins Arctic Biodiversity Assessment. Í skýrslunum, sem byggja á vísindalegum athugunum og þekkingu frumbyggja á Norðurslóðum, er staða lífríkisins metin og fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað, ásamt því sem gerðar eru tillögur til stefnumótenda um hvernig beri að vernda lífríkið.