Fréttir

 • 18.07.2013

  Frjótími grasa er hafinn

  Frjótími grasa er hafinn

  18.07.2013

  Frjótala grasa hefur sveiflast mikið á höfuðborgarsvæðinu en margar tegundir grasa eru nú þegar blómgaðar en rigningin sér um að hreinsa loftið. Því er mikið um frjókorn í loftinu þegar veður er þurrt og hlýtt en frjótalan lækkar þegar rakstig loftsins hækkar og lofthiti fer undir 10°C.

 • 10.07.2013

  Samantekt fuglamerkinga 2011 og 2012

  Samantekt fuglamerkinga 2011 og 2012

  10.07.2013

  Teknar hafa verið saman niðurstöður fuglamerkinga fyrir árin 2011 og 2012. Árið 2012 merktu fjörutíu og fimm aðilar alls 10.109 fugla af 70 tegundum og tilkynnt var um 509 endurheimtur íslenskra merkja (439 innanlands og 70 erlendis) auk 88 erlendra merkja. Árið 2011 voru merktir alls 12.158 fuglar af 84 tegundum. Þá var tilkynnt um 556 endurheimtur íslenskra merkja (510 innanlands og 46 erlendis), auk 109 erlendra merkja.

 • 04.07.2013

  Dagmálatjörní Biskupstungum – 15 árum eftir endurheimt

  Dagmálatjörní Biskupstungum – 15 árum eftir endurheimt

  04.07.2013

  Nýlegt úttekt á Dagmálatjörn í Biskupstungum, sem endurheimt var árið 1998, leiddi í ljós að ástand hennar er gott, tjörnin hefur viðhaldist, gróskumikill votlendisgróður er við hana og fuglalíf dafnar. Það stingur hins vegar í stúf að með skógræktaraðgerðum hefur kjarr- og mýrlendisgróðri verið eytt með plöntueitri á allstóru svæði austan tjarnarinnar og sitkagreni plantað í landið. Spyrja má hvort hernaðurinn gegn landinu standi enn yfir.