Fréttir
-
30.09.2013
Rjúpur á Vísindavöku
Rjúpur á Vísindavöku
30.09.2013
Það voru margir sem heimsóttu sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var 27. september síðastliðinn. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína með sýningunni Rjúpur.
-
26.09.2013
Rjúpan á Vísindavöku 2013
Rjúpan á Vísindavöku 2013
26.09.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur í áttunda sinn þátt í Vísindavöku Rannís sem verður haldin næstkomandi föstudag, 27. september, í Háskólabíói. Yfirskrift sýningarinnar að þessu sinni er Rjúpan, þar sem fram fer kynning á íslensku rjúpunni og umfangsmiklum rannsóknum á rjúpnastofninum.
-
25.09.2013
Rjúpnaveiði 2013
Rjúpnaveiði 2013
25.09.2013
Umhverfisráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða 2013 og fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði upp á 42.000 fugla. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir 6 til 7 rjúpum á hvern veiðimann.
-
20.09.2013
Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir
Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir
20.09.2013
Dagana 11.-13. október n.k. verður haldin alþjóðleg ráðstefna um melrakka á Hótel Núpi í Dýrafirði. Melrakkasetur Íslands hefur umsjón með ráðstefnunni í samstarfi við Náttúrustofa Vestfjarða, Háskóla Íslands, Vesturferðir, Borea Adventures og Náttúrufræðistofnun Íslands.
-
12.09.2013
Náttúrugripagreining á degi íslenskrar náttúru
Náttúrugripagreining á degi íslenskrar náttúru
12.09.2013
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn mánudaginn 16. september næstkomandi. Í tilefni af deginum ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að bjóða upp á náttúrugripagreiningar á starfsstöðvum sínum í Garðabæ og á Akureyri.
-
09.09.2013
Varði doktorsritgerð í dýravistfræði í um íslensku kríuna
Varði doktorsritgerð í dýravistfræði í um íslensku kríuna
09.09.2013
Freydís Vigfúsdóttir líffræðingur varði doktorsritgerð sína Drivers of productivity in a subarctic seabird: Arctic Terns in Iceland 14. febrúar s.l. við University of East Anglia í Norwich, Englandi. Prófdómari var Dr. Keith Hamer, Leeds University.
-
04.09.2013
Náttúrufræðistofnun Íslands tók þátt í Akureyrarvöku 2013
Náttúrufræðistofnun Íslands tók þátt í Akureyrarvöku 2013
04.09.2013
Á Akureyrarvöku sem haldin var um síðustu helgi var boðið upp á vísindakynningu, sem valdar stofnanir á svæðinu tóku þátt í, m.a. Náttúrufræðistofnun Íslands. Sýningin tókst mjög vel, aðsókn var góð og líklegt að um árvissan viðburð verði að ræða héðan í frá.
-
03.09.2013
Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn
Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn
03.09.2013
Í gær, mánudaginn 2. september, heimsótti Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Náttúrufræðistofnun Íslands. Með honum í för voru aðstoðarkona hans, ráðuneytisstjóri, upplýsingafulltrúi og skrifstofustjóri skrifstofu landgæða hjá ráðuneytinu.