Hrafnaþing hefst á ný

14.10.2013

Dagskrá Hrafnaþings fyrir haustmisseri 2013 hefur verið birt á vef stofnunarinnar. Haldin verða fimm erindi og fjallar það fyrsta um þungmálma og brennistein í mosa á Íslandi. Fjögur erindi verða hins vegar tileinkuð Surtsey því þann 14. nóvember verða liðin 50 ár frá því Surtseyjargos hófst.

Hrafn. Ljósm. Daníel Bergmann

Fyrsta Hrafnaþing vetrarins verður miðvikudaginn 16. október kl. 15:15. Þá mun Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands halda erindi sem nefnist Þungmálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990-2010: Áhrif iðjuvera.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð, Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin á Hrafnaþing!

Dagskrá Hrafnaþings haustið 2013