Jarðfræðirannsóknir í Surtsey á Hrafnaþingi
29.10.2013
Sveinn P. Jakobsson jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt Jarðfræðirannsóknir í Surtsey: Myndun móbergs og sjávarrof á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 30. október kl. 15:15.

Surtsey 2011. Horft til suðurs yfir norðurtanga, Austurbunka (til vinstri) og Vesturbunka (til hægri). Ljósm. Kristján Jónasson.
Í erindinu verður fjallað um niðurstöður rannsókna í Surtsey á myndun móbergs úr gjósku annars vegar og sjávarrofi eyjarinnar hins vegar. Um er að ræða samstarfsverkefni jarðvísindamanna af sex þjóðernum, sem staðið hefur í rúma fjóra áratugi.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00. Sjá kort.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!
Dagskrá Hrafnaþings haustið 2013