Fréttir

 • 28.11.2013

  Takið þátt í könnun

  Takið þátt í könnun

  28.11.2013

  Hafin er vinna við nýjan vef fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands. Liður í því er að kanna ánægju með núverandi vef.

 • 26.11.2013

  Hrafnaþing frestast um viku

  Hrafnaþing frestast um viku

  26.11.2013

  Athygli er vakin á því að Hrafnaþing, sem vera átti á morgun, frestast um eina viku.

 • 22.11.2013

  Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í heimsókn

  Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í heimsókn

  Umhverfis- og samgöngunefnd í heimsókn í nóv. 2013

  22.11.2013

  Í gær, fimmtudaginn 21. nóvember, kom umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í heimsókn til Náttúrufræðistofnunar Íslands til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar.

 • 14.11.2013

  Til hamingju Surtsey 50 ára

  Til hamingju Surtsey 50 ára

  Surtsey

  14.11.2013

  Þann 14. nóvember 1963 reis Surtsey úr sæ um 18 km suðvestur af Heimaey. Óljóst er hvenær eldgosið hófst í raun og veru en það gæti hafa verið fáeinum dögum fyrr. Eyjan byggðist upp af 130 metra dýpi áður en hún náði upp úr sjó. Þessi atburður vakti þegar heimsathygli.

 • 13.11.2013

  Norðurslóðadagur haldinn á morgun

  Norðurslóðadagur haldinn á morgun

  Norðurslóðadagur 2013

  13.11.2013

  Samvinnunefnd um málefni norðurslóða býður til opins Norðurslóðadags á morgun, 14. nóvember, kl. 9:00–17:30, í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4 í Reykjavík. Dagurinn er tileinkaður þátttöku íslensks vísindasamfélags í alþjóðlegri samvinnu og stefnumótun um norðurslóðir.

 • 08.11.2013

  Surtsey: Smádýr á landi og fuglalíf

  Surtsey: Smádýr á landi og fuglalíf

  Fýll í Surtsey

  08.11.2013

  Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi sitt „Surtsey: Smádýr á landi og fuglalíf“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 15:15.

 • 06.11.2013

  Aðfluttar plöntur á Íslandi

  Aðfluttar plöntur á Íslandi

  SHM_skogarkerfill_esjuhlidar_2007

  06.11.2013

  Nýlega luku sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands rannsóknum á aðfluttum plöntum í flóru Íslands. Niðurstöðurnar eru birtar í greininni „Alien vascular plants in Iceland: Diversity, spatial patterns, temporal trends, and the impact of climate change“ sem nýlega birtist í alþjóðlega vísindaritinu „Flora“. Þar er tilvist 336 aðfluttra plöntutegunda í landinu staðfest.

 • 04.11.2013

  Rekstur Náttúrufræðistofnunar á pari við samþykkta rekstraráætlun - Yfirlýsing vegna fréttar um agaleysi í rekstri ríkisstofnana

  Rekstur Náttúrufræðistofnunar á pari við samþykkta rekstraráætlun - Yfirlýsing vegna fréttar um agaleysi í rekstri ríkisstofnana

  04.11.2013

  Í fréttum RÚV í gærkvöldi og í dag 4. nóvember er sagt frá nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem stjórnendur ríkisstofnana eru gagnrýndir fyrir skort á aga í rekstri. Í skýrslunni segir að 38% ríkisstofnana hafi farið fram úr áætlunum á fyrri hluta þessa árs. Nokkrar stofnanir eru tilgreindar sérstaklega í skýrslunni og þar á meðal Náttúrufræðistofnun Íslands, sem á að vera með „umtalsverðan greiðsluhalla í rekstri“. Þetta er rangt. Fjárhagsstaða Náttúrufræðistofnunar var á pari (innan við 2% frávik) við samþykkta rekstraráætlun fyrir árið 2013 eftir fyrstu 6 mánuði ársins.