Friðun Surtseyjar á Hrafnaþingi

09.12.2013
Surtsey séð úr norðaustri
Picture: Erling Ólafsson
Surtsey séð úr norðaustri, júlí 2005. Geirfuglasker, næsti nágranni, í forgrunni.

Sigurður Á. Þráinsson og Guðríður Þorvarðardóttir sérfræðingar hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flytja erindi sitt Friðun Surtseyjar á Hrafnaþingi miðvikudaginn 11. desember kl. 15:15.

Í erindinu verður fjallað um friðlýsingu Surtseyjar, ástæður hennar og aðdraganda. Greint verður frá breytingum á friðlýsingarskilmálum í gegnum tíðina og rifjuð upp umfjöllun um eyna, allt frá fyrstu dögum myndunar og fram að friðlýsingu. Þá verður farið yfir tilnefningu Surtseyjar á heimsminjalista UNESCO, þýðingu heimsminjalistans fyrir eyna, forsendur tilnefningar og kröfur sem heimsminjanefnd UNESCO gerir til verndunar og umsjónar með Surtsey sem heimsminjastaðar.

Nánari umfjöllun um erindið

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15–16:00.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!