Fréttir
-
27.01.2014
Hundrað ár frá friðun arnarins
Hundrað ár frá friðun arnarins
27.01.2014
Hinn 1. janúar 1914 gengu í gildi lög sem fólu í sér friðun arnarins. Af því tilefni mun Kristinn Haukur Skarphéðinsson flytja erindi á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands miðvikudaginn 29. janúar n.k. þar sem fjallað örninn og verndun hans og stöðu stofnins á þessum tímamótum. Erindið nefnist „Hundrað ára friðun arnarins“.
-
21.01.2014
Ný aðferð við að meta stofnstærð nagdýra
Ný aðferð við að meta stofnstærð nagdýra
21.01.2014
Vísindatímaritið „Journal of Zoology“ birti á dögunum grein eftir Ester Rut Unnsteinsdóttur, spendýravistfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, og samstarfsfélaga hennar. Greinin ber heitið „Using Bayesian growth models to reconstruct small-mammal populations during low-trapping periods“. Hún fjallar um þá hugmynd að hægt sé að nota Bayesian-tölfræðigreiningu á vaxtarkúrfum til að reikna út stofnstærð nagdýra á tímabilum þegar erfitt er að veiða dýrin og sýnastærðir of litlar fyrir hefðbundnar reikniaðferðir.
-
14.01.2014
Aðfluttar plöntutegundir á Hrafnaþingi
Aðfluttar plöntutegundir á Hrafnaþingi
14.01.2014
Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt „Alien vascular plants in Iceland: past, present and future“, á Hrafnaþingi miðvikudaginn 15. janúar kl. 15:15. Erindið verður flutt á ensku.
-
07.01.2014
Grein um aðfluttar plöntur á Íslandi vekur athygli
Grein um aðfluttar plöntur á Íslandi vekur athygli
07.01.2014
Síðla ársins 2013 birtist í alþjóðlega vísindaritinu „Flora“ grein eftir sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands um niðurstöður rannsókna á aðfluttum plöntum í flóru Íslands. Greinin vermir nú 2. sæti lista yfir mest sóttu greinar vísindaritsins síðastliðna 90 daga.