Aðfluttar plöntutegundir á Hrafnaþingi

14.01.2014
Alaskalúpína
Picture: Erling Ólafsson
Alaskalúpína.

Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt „Alien vascular plants in Iceland: past, present and future“, á Hrafnaþingi miðvikudaginn 15. janúar kl. 15:15. Erindið verður flutt á ensku.

Í erindinu verður fjallað um niðurstöður nýlegra rannsókna á aðfluttum plöntum í flóru Íslands. Meðal annars verður fjallað um vandamál sem fylgja aðfluttum tegundum, greint verður frá fjölbreytni, fjölda og dreifingarmynstri aðfluttra plöntutegunda hér á landi og rætt verður um helstu umhverfisþætti sem hafa áhrif þar á.

Nánari umfjöllun um erindið

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15–16:00. 

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!