Fréttir
-
27.05.2014
Pöddukvikindi í amerísku spínati
Pöddukvikindi í amerísku spínati
27.05.2014
Það þykir vart fréttnæmt þó pöddur fylgi innfluttum jarðargróða, grænmeti og ávöxtum, enda kennir margra grasa á ökrum og plantekrum í útlandinu. Hins vegar vekur athygli þegar kvikindin ná að smygla sér inn í lokaðar pakkningar og fylgja þeim til neytenda, - ekki bara eina pakkningu heldur fleiri. Undanfarið hefur Náttúrufræðistofnun fengið þrjár tilkynningar um fallegar bjöllur sem fylgdu amerísku spínati. En stundum er flagð undir fögru skinni.
-
22.05.2014
Surtsey í sjónmáli á degi líffræðilegrar fjölbreytni
Surtsey í sjónmáli á degi líffræðilegrar fjölbreytni
22.05.2014
Komin er út bókin „Surtsey í sjónmáli“ eftir Erling Ólafsson skordýrafræðing og Lovísu Ásbjörnsdóttur jarðfræðing, starfsmenn Náttúrufræðistofnunar. Í henni er farið yfir hálfrar aldar þróunarsögu eyjarinnar í máli og myndum. Útgáfudagur bókarinnar er vel við hæfi því í dag er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni sem að þessu sinni er helgaður líffræðilegri fjölbreytni á eyjum.
-
13.05.2014
Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands
Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands
13.05.2014
Guðmundur Guðjónsson landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 14. maí kl. 15:15. Meðhöfundar hans að erindinu eru Sigurður Kristinn Guðjohnsen og Rannveig Thoroddsen.
-
08.05.2014
Fyrsta grasafræðings Náttúrufræðistofnunar minnst
Fyrsta grasafræðings Náttúrufræðistofnunar minnst
08.05.2014
Í lok aprílmánaðar var Náttúrufræðistofnun Íslands færð að gjöf ljósmynd af Guðna Guðjónssyni grasafræðingi (1913-1948), en hann var fyrsti forstöðumaður grasadeildar Náttúrugripasafnsins. Það var Sigrún dóttir Guðna sem afhenti Jóni Gunnari Ottóssyni forstjóra Náttúrufræðistofnunar myndina.
-
02.05.2014
Friðlýstsvæði í bakgarði Náttúrufræðistofnunar
Friðlýstsvæði í bakgarði Náttúrufræðistofnunar
02.05.2014
Þann 30. apríl staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tvær friðlýsingar innan marka Garðabæjar. Annars vegar er um að ræða friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og eystri hluta Selgjár sem náttúruvætti og hins vegar Garðahraun neðra, Garðahraun efra, Vífilsstaðahraun og Maríuhella í Búrfellshrauni sem nú eru friðlýst sem fólkvangur. Undirritun friðlýsinganna fór fram í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti með útsýni yfir nýja fólkvanginn.