Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal á Hrafnaþingi

14.10.2014
Gjáin í Þjórsárdal
Picture: Guðrún Stefánsdóttir
Rannsóknarsvæðið í Gjánni í Þjórsárdal

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og hefur dagskrá fyrir haustmisseri 2014 nú verið birt á vef stofnunarinnar. Flutt verða fimm erindi, það fyrsta miðvikudaginn 15. október. Athugið að Hrafnaþing hefst framvegis kl. 9:15.

Fyrsta Hrafnaþing vetrarins verður haldið kl. 9:15 að morgni miðvikudagsins 15. október.

Þá mun Friðþór Sófus Sigurmundsson doktorsnemi við Háskóla Íslands flytja erindi sem nefnist „Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587 til 1938“.

Erindið fjallar um rannsókn á útbreiðslu birkiskóga í Þjórsárdal í gegnum aldirnar. Meginmarkmið rannsóknarinnar er tvíþætt, að:

  1. kortleggja útbreiðslu birkiskóga og kjarrlendis í Þjórsárdal á 350 ára tímabili
  2. meta áhrif náttúrulegra, félags- og efnahagslegra þátta á útbreiðsluna á þremur tímabilum, 1587-1708, 1708-1880 og 1880-1938

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin á Hrafnaþing!

Dagskrá Hrafnþings haustið 2014