Vetrarfuglatalningar 2014

16.12.2014
Stormmáfur að vetri
Picture: Erling Ólafsson
Stormmáfur að vetri

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 27.- 28. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig.

Upplýsingar sem fást úr talningunum nýtast einnig til að fylgjast með langtímabreytingum á stofnum margra tegunda.

Fuglar hafa verið taldir með þessum hætti af hundruðum sjálfboðaliða frá 1952 um land allt.

Niðurstöður talninga 2014 verða settar inn á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar um vetrarfuglatalningar um leið og þær berast. Þar er einnig að finna samantekt talninga 2002-2013. Sjá einnig flýtival til vinstri hér á síðunni.

Nánari upplýsingar um einstök talningarsvæði o.fl. veita Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage.