Hrafnaþing á nýju ári

19.01.2015
Krummi krunkar úti
Picture: Erling Ólafsson
Krummi krunkar úti.

Dagskrá Hrafnaþings á vormisseri hefur nú verið birt á vef Náttúrufræðistofnunar. Flutt verða sjö erindi, það fyrsta miðvikudaginn 28. janúar nk.

Erindin verða af ýmsum toga. Fjallað verður um náttúruvernd, klukkuþreytu, notkun dróna við náttúrurannsóknir, refi, myndun nýrrar eldeyjar sunnan Japan, gróður í hólmum og pöddur.

Fyrsta Hrafnaþing ársins verður miðvikudaginn 28. janúar. Þá mun Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti fjalla um heimsþing um friðlýst svæði sem haldið var í Sidney í Ástralíu í nóvember sl.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin á Hrafnaþing!

Dagskrá Hrafnaþings