Nishinoshima: ný eldey myndast sunnan Japan
24.03.2015

Hin nýja Nishinoshima eyja, 25. desember 2014. Gufa stígur af gígnum sem hrauntungur liggja út frá. Á strönd glittir í klett sem er leif af gömlu eynni.
Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Nishinoshima: ný eldey myndast sunnan Japan“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 25. mars kl. 15:15.
Fjallað verður um litla og afskekkta eldey, Nishinoshima, sem liggur í eyjaklasa í Kyrrahafi, um 1000 km suður af Japan. Tíndir verða saman fróðleiksmolar um eyna og hún borin lítillega saman við Surtsey.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!
Athugið að erindið verður ekki tekið upp.