Fréttir
-
20.12.2019
Jólakveðja
Jólakveðja
20.12.2019
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
-
20.12.2019
Þrívíddarlíkan af Surtsey
Þrívíddarlíkan af Surtsey
20.12.2019
Síðastliðið sumar fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands til Surtseyjar í þeim tilgangi að kortleggja eyjuna með myndatöku úr dróna og þyrlu. Ein af afurðum kortlagningarinnar er nákvæmt þrívíddarlíkan sem nú hefur verið birt á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
-
19.12.2019
Jarðfræðikortasjá Náttúrufræðistofnunar Íslands
Jarðfræðikortasjá Náttúrufræðistofnunar Íslands
19.12.2019
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur opnað kortasjána Jarðfræði Íslands þar sem finna má útgefin jarðfræðikort stofnunarinnar yfir berggrunn, höggun og jarðhita í mælikvarða 1:600.000 og nýtt berggrunnskort af Vesturgosbeltinu í mælikvarða 1:100.000. Kortasjáin verður áfram í vinnslu og munu fleiri gögn bætast við safnið.
-
18.12.2019
Köngulær á aðventunni
Köngulær á aðventunni
18.12.2019
Í aðdraganda jóla skjóta iðulega upp kollum hin ýmsu kvikindi sem borist hafa til landsins með fjölbreyttum innflutningi vegna jólahaldsins. Sitthvað berst til dæmis með dönsku jólatrjánum, allskyns glingri, fersku grænmeti og ávöxtum. Á aðventunni að þessu sinni ber hæst köngulær sem fólk hefur fengið í kaupbæti með amerískum vínberjum.
-
17.12.2019
Hrafnaþing: aðfluttar plöntutegundir á norðurslóðum
Hrafnaþing: aðfluttar plöntutegundir á norðurslóðum
17.12.2019
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 18. desember kl. 15:15–16:00. Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið Plant immigration, naturalization and invasion in the Arctic - what do we know today?
-
11.12.2019
Lokað í dag hjá Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri
Lokað í dag hjá Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri
11.12.2019
Móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri er lokuð í dag vegna veðurs. Opnað verður í fyrramálið kl. 10.
-
25.11.2019
Hrafnaþing: Merkar jarðminjar á Torfajökulssvæði: Tilnefning á heimsminjaskrá?
Hrafnaþing: Merkar jarðminjar á Torfajökulssvæði: Tilnefning á heimsminjaskrá?
25.11.2019
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 27. nóvember kl. 15:15–16:00. Kristján Jónasson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið Merkar jarðminjar á Torfajökulssvæði: Tilnefning á heimsminjaskrá?
-
20.11.2019
Talningar á grágæsum
Talningar á grágæsum
20.11.2019
Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 23.–24. nóvember 2019. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga.
-
28.10.2019
Hrafnaþing: Fræðslustarf í Vatnajökulsþjóðgarði
Hrafnaþing: Fræðslustarf í Vatnajökulsþjóðgarði
28.10.2019
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 30. október kl. 15:15–16:00. Stefanía Ragnarsdóttir fræðslufulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið „Vatnajökull kallar, fræðsla í Vatnajökulsþjóðgarði“.
-
21.10.2019
Kortlagning á útbreiðslu lúpínu
Kortlagning á útbreiðslu lúpínu
21.10.2019
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur endurskoðað kortlagningu á útbreiðslu lúpínu á landinu. Samkvæmt kortinu er heildarútbreiðsla lúpínubreiða á landinu 308 km2.
-
14.10.2019
Hrafnaþing: Kortlagning spendýra í Evrópu
Hrafnaþing: Kortlagning spendýra í Evrópu
14.10.2019
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 16. október kl. 15:15–16:00. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur flytur erindið „Kortlagning spendýra í Evrópu“.
-
11.10.2019
Samantekt frjómælinga sumarið 2019
Samantekt frjómælinga sumarið 2019
11.10.2019
Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2019. Á Akureyri var fjöldi heildarfrjókorna talsvert yfir meðallagi en því var öfugt farið í Garðabæ þar sem frjókorn voru mun færri en í meðalári.
-
30.09.2019
Vel sótt Vísindavaka
Vel sótt Vísindavaka
30.09.2019
Það voru margir sem heimsóttu sýningarbás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku Rannís sem haldin var í Laugardalshöll 28. september. Stofnunin bauð gestum að skyggnast inn í vísindasafn stofnunarinnar þar sem hrafninn var í brennidepli.
-
27.09.2019
Innlit í vísindasafn á Vísindavöku Rannís
Innlit í vísindasafn á Vísindavöku Rannís
27.09.2019
Vísindavaka 2019 verður haldin í Laugardalshöllinni, laugardaginn 28. september. Náttúrufræðistofnun Íslands verður á staðnum og býður gestum að skyggnast inn í vísindasafn stofnunarinnar þar sem hrafninn verður í brennidepli.
-
19.09.2019
Bernarsamningurinn 40 ára
Bernarsamningurinn 40 ára
19.09.2019
Í dag eru 40 ár frá undirritun Bernarsamningsins en hann var fyrsti alþjóðasáttmálinn sem fjallar í senn um verndun tegunda og búsvæða þeirra. Meginmarkmið samningsins er að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og vistgerða sem þarfnast verndar.
-
17.09.2019
Frjómælingar í ágúst
Frjómælingar í ágúst
17.09.2019
Í ágúst mældust mun fleiri frjókorn í lofti á Akureyri en í meðalári. Í Garðabæ var þessu öfugt farið því þar mældust frjókorn yfir helmingi færri en að jafnaði. Grasfrjó geta áfram mælst í september en ólíklega í miklu magni.
-
12.09.2019
Veiðiþol rjúpnastofnsins
Veiðiþol rjúpnastofnsins
12.09.2019
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2019 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er 72 þúsund fuglar. Forsendur matsins byggja á þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpna- veiðar skuli vera sjálfbærar.
-
10.09.2019
Litast um á Lauffellsmýrum
Litast um á Lauffellsmýrum
10.09.2019
Nýverið fóru þrír starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands í leiðangur inn á Síðumannaafrétt í þeim tilgangi að skoða Lauffellsmýrar, eitt stærsta votlendi á miðhálendi Íslands. Þar er að finna fremur sjaldgæfa vistgerð sem nefnist rimamýravist. Gerðar voru athuganir á gróðri í mýrunum og þær ljósmyndaðar.
-
09.09.2019
Nýr enskur vefur
Nýr enskur vefur
09.09.2019
Nýr enskur vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur litið dagsins ljós. Vefurinn inniheldur umfangsmiklar upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar og náttúru landsins.
-
23.08.2019
Birkiþélan eflist
Birkiþélan eflist
23.08.2019
Margir hafa tekið eftir því um þessar mundir að birkitrjánum í görðum okkar heilsast ekki vel. Að vanda lék birkikemban fyrstu laufin illa í vor. Hún lauk sér af og ný blöð spruttu fram. Til skamms tíma náðu birkitrén jafnan að endurheimta laufskrúð sitt eftir atlögur birkikembunnar en nýtt meindýr er komið fram á sjónarsviðið sem leikur nýju laufin grátt. Birkið á höfuðborgarsvæðinu er nú víða illa útleikið eftir þennan nýliða í smádýrafánunni.
-
16.08.2019
Frumathugun á trjábolaförum í Ófeigsfirði
Frumathugun á trjábolaförum í Ófeigsfirði
16.08.2019
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út skýrsluna Frumrannsókn á trjábolaförum í Ófeigsfirði (pdf, 9,4 MB). Í henni er greint frá niðurstöðum frumathugana á útbreiðslu trjáhola á hluta af fyrirhugðu framkvæmdasvæði vegna virkjunar við Hvalá í Ófeigsfirði. Höfundar skýrslunnar eru Lovísa Ásbjörnsdóttir og Sigríður María Aðalsteinsdóttir jarðfræðingar.
-
06.08.2019
Frjómælingar í júlí
Frjómælingar í júlí
06.08.2019
Frjókorn voru fleiri í lofti í júlí en í meðalári, bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Í ágúst má áfram búast við frjókornum ef veðurskilyrði haldast góð.
-
31.07.2019
Surtseyjarleiðangur jarðfræðinga 2019
Surtseyjarleiðangur jarðfræðinga 2019
31.07.2019
Leiðangur jarðfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar var farinn 18.–22. júlí í kjölfar líffræðileiðangurs. Með í för voru sérfræðingar frá Íslenskum Orkurannsóknum, Háskóla Íslands, Matís, Landmælingum Íslands og Háskólanum í Bergen, ásamt landverði frá Umhverfisstofnun.
-
19.07.2019
Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2019
Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2019
19.07.2019
Surtsey kemur vel undan þurrkatíð sumarsins. Rannsóknir líffræðinga í eynni undanfarna daga sýndu að sem fyrr er gróður þar í mikilli sókn. Á hverju ári má merkja aukna útbreiðslu graslendis en það nýtur góðs af öflugri áburðargjöf máfa sem hreiðrað hafa um sig á strangfriðaðri eynni. Máfavarpið er þó að taka breytingum. Ein ný plöntutegund fannst að þessu sinni í eynni og tvær nýjar pöddutegundir eru þegar komnar í ljós.
-
11.07.2019
Takmörkuð þjónusta Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna sumarleyfa
Takmörkuð þjónusta Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna sumarleyfa
11.07.2019
Vegna sumarleyfa starfsfólks verður móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri lokuð frá og með mánudeginum 15. júlí, til og með 2. ágúst.
-
04.07.2019
Frjómælingar í júní
Frjómælingar í júní
04.07.2019
Frjókorn mældust alla daga í júní á Akureyri og í Garðabæ en fjöldi þeirra var þó talsvert undir meðaltali. Á báðum stöðum var mánuðurinn óvenju þurr og sólríkur. Frjótíma birkis er nú lokið en aðalfrjótími grasa er framundan í júlí og ágúst.
-
01.07.2019
Útgáfa vistgerðalykils
Útgáfa vistgerðalykils
01.07.2019
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út vistgerðalykil sem ætlaður er til að auðvelda fólki að greina vistgerðir á landi. Þess er vænst að lykillinn komi þeim að notum sem vinna að kortlagningu lands og öðrum er vilja setja sig inn í vistgerðaflokkun.
-
21.06.2019
Lúsmý nýtur góðs af góðviðrinu
Lúsmý nýtur góðs af góðviðrinu
21.06.2019
Lúsmý hefur haldið uppteknum hætti það sem af er sumri, jafnvel aðgangsharðara en áður og nokkuð fyrr á ferðinni. Það hefur notið góðs af blíðunni sem ríkt hefur á sunnanverðu landinu. Líkast til er lúsmýið gamalgróið en hefur sloppið yfir þröskuld sem hélt því í skefjum. Gerðist það sumarið 2015 svo um munaði og hefur leikið lausum hala á suðvestanverðu landinu síðan, heldur illa þokkað. Ef til vill koma loftslagsbreytingar hér við sögu.
-
07.06.2019
Frjómælingar í apríl og maí
Frjómælingar í apríl og maí
07.06.2019
Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan í mars. Í apríl var fjöldi frjókorna langt yfir meðaltali á Akureyri enda óvenju hlýtt en í Garðabæ var úrkoma mikil og þar að leiðandi ekki mörg frjókorn í lofti. Á báðum stöðum var fjöldi frjókorna yfir meðallagi í maí.