Fréttir

 • 23.12.2020

  Jólakveðja

  Jólakveðja

  ni_jolakort_2020_1200x800_is.jpg

  23.12.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 • 16.12.2020

  Vetrarfuglatalningar 2020

  Vetrarfuglatalningar 2020

  gragaesir-holtsos-khs.jpg

  16.12.2020

  Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 2.-3. janúar næstkomandi. Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og á hvaða landssvæði þeir halda sig.

 • 15.12.2020

  Hrafnaþing: Er Ísland paradís fyrir fólk með frjóofnæmi?

  Hrafnaþing: Er Ísland paradís fyrir fólk með frjóofnæmi?

  birch_.jpg

  15.12.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 16. desember. Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz plöntulífeðlisfræðingur flytur erindið „Is Iceland a paradise for people with pollen allergies?“.

 • 14.12.2020

  Tillaga að fyrstu vatnaáætlun Íslands 2022–2027

  Tillaga að fyrstu vatnaáætlun Íslands 2022–2027

  Langistjór er eitt af stærstu stöðuvatnshlotum landsins og liggur á Skaftártunguafrétti.

  14.12.2020

  Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar drög að vatnaáætlun fyrir Ísland sem felur í sér stefnumörkun fyrir vatnsvernd. Tillögunni fylgir einnig aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Opið kynningarferli stendur yfir til 15. júní 2021 þar sem öllum gefst kostur á að senda inn ábendingar og athugasemdir. Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun og Veðurstofa Íslands unnu grunn að áætluninni með sérfræðivinnu.

 • 07.12.2020

  Skarfastofnar styrkjast

  Skarfastofnar styrkjast

  Æðarsker í Bjarneyjum, blandað varp dílaskarfa og toppskarfa

  07.12.2020

  Mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á varpstofni dílaskarfa og toppskarfa hér á landi síðustu fimm árin sýnir að báðum tegundum hefur fjölgað. Á það einkum við um toppskarf sem hefur fjölgað um ríflega 63%, líklega vegna betri fæðuskilyrða. Telja má að skarfaveiði undanfarinna ára hafi verið sjálfbær.

 • 30.11.2020

  Hrafnaþing: Fuglinn sem gat ekki flogið

  Hrafnaþing: Fuglinn sem gat ekki flogið

  geirfugl_6.nicolasrobert.jpg

  30.11.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 2. desember. Gísli Pálsson prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands flytur erindið „Fuglinn sem gat ekki flogið“.

 • 24.11.2020

  Fuglamerkingar 2019

  Fuglamerkingar 2019

  Sílamáfur

  24.11.2020

  Árið 2019 voru alls merktir 15.775 fuglar af 82 tegundum hér á landi. Mest var merkt af auðnutittlingum. Þetta var 99. ár fuglamerkinga á Íslandi og voru virkir merkingamenn 53 talsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um fuglamerkingar 2019.

 • 19.11.2020

  Talningar á grágæsum

  Talningar á grágæsum

  Grágæsir

  19.11.2020

  Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 21.–22. nóvember 2020. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um gæsir sem vart verður við næstu daga og hvenær menn sáu síðast fugla á gæsaslóðum.

 • 16.11.2020

  Hrafnaþing: Ráðgáta fjólublárra beina í refum

  Hrafnaþing: Ráðgáta fjólublárra beina í refum

  Kjálkabein úr íslenskum ref

  16.11.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 18. nóvember. Julian Ohl umhverfis- og auðlindafræðingur flytur erindið „An Icelandic Mystery? The Occurrence of Purple Bones in Arctic Foxes“.

 • 30.10.2020

  Hrafnaþing: Rimamýrar á Íslandi – útbreiðsla og einkenni

  Hrafnaþing: Rimamýrar á Íslandi – útbreiðsla og einkenni

  Séð yfir efri hluta Lauffellsmýra á Síðuafrétti

  30.10.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju eftir hlé miðvikudaginn 4. nóvember. Vegna takmarkana í tengslum við Covid-19 verða erindi haustið 2020 flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Fyrsta erindið með þessu sniði verður flutt af Borgþóri Magnússyni plöntuvistfræðingi og Sigurði H. Magnússyni gróðurvistfræðingi og nefnist það „Rimamýrar á Íslandi: útbreiðsla og einkenni“.

 • 15.10.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands kemur vel út í könnun um stofnun ársins 2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands kemur vel út í könnun um stofnun ársins 2020

  Skógarþröstur við Seltjörn í Reykjanesbæ

  15.10.2020

  Stofnanir ársins 2020 hafa nú verið valdar í stærstu vinnumarkaðskönnun á Íslandi. Náttúrufræðistofnun Íslands vermir sjötta sætið þegar skoðaðar eru stórar stofnanir.

 • 14.10.2020

  Talningar á heiðagæsum

  Talningar á heiðagæsum

  Heiðagæsir í Fljótshlíð

  14.10.2020

  Heiðagæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 17.–18. október 2020. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga.

 • 09.10.2020

  Samantekt frjómælinga 2020

  Samantekt frjómælinga 2020

  Haustlitir í Paradísarlaut í Grábókarhrauni í Borgarfirði

  09.10.2020

  Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2020. Á Akureyri var fjöldi heildarfrjókorna talsvert undir meðallagi en því var öfugt farið í Garðabæ þar sem mun meira var af frjókornum en í meðalári.

 • 05.10.2020

  Veiðiþol rjúpnastofnsins 2020

  Veiðiþol rjúpnastofnsins 2020

  Rjúpa, fullorðinn kvenfugl við Vogastapa

  05.10.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2020 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 25 þúsund fuglar.

 • 02.10.2020

  Ársskýrsla 2019

  Ársskýrsla 2019

   Hrafn (Corcus corax) á Höfða í Skagafirði

  02.10.2020

  Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir árið 2019 er komin út á rafrænu formi. Í henni er fjallað um helstu verkefni ársins og rekstrarþætti.

 • 22.09.2020

  Samkomulag um Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík

  Samkomulag um Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík

  Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Breiðdalssetur á Breiðdalsvík

  22.09.2020

  Háskóli Íslands, Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands gerðu nýverið með sér samkomulag um rekstur rannsóknaseturs á sviði jarðfræði og málvísinda á Breiðdalsvík. Markmið samningsins er að efla rannsóknir í jarðfræði, einkum á Austurlandi, og auka hlut verkefna Náttúrufræðistofnunar Íslands sem unnin eru í landshlutanum.

 • 11.09.2020

  Frjómælingar í ágúst

  Frjómælingar í ágúst

  Háliðagras

  11.09.2020

  Í ágúst var var mikið af frjókornum í lofti á Akureyri, talsvert meira en í meðalári, en í Garðabæ mældust frjókorn langt undir meðaltali. Grasfrjó geta mælst í september en ólíklega í miklu magni.

 • 29.07.2020

  Takmörkuð þjónusta vegna sumarleyfa

  Takmörkuð þjónusta vegna sumarleyfa

  Hrafn

  29.07.2020

  Vegna sumarleyfa starfsfólks verður móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri lokuð frá og með mánudeginum 27. júlí til og með 10. ágúst.

 • 18.07.2020

  Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2020

  Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2020

  Surtsey í júlí 2020

  18.07.2020

  Rannsóknir líffræðinga í Surtsey undanfarna daga sýna að gróska í eynni er með eindæmum góð þetta sumarið. Aldrei áður hafa fundist jafnmargar æðplöntutegundir og þar af voru tvær nýjar. Einnig eru tvær nýjar smádýrategundir komnar fram.

 • 17.07.2020

  Refir á Hornströndum koma vel undan vetri

  Refir á Hornströndum koma vel undan vetri

  Hornbjarg séð frá Rekavík bak Höfn, til vinstri er Tröllakambur

  17.07.2020

  Í nýafstaðinni vettvangsferð Náttúrufræðistofnunar Íslands kom í ljós að ábúð og tímgun refa á Hornströndum er með besta móti, eða 40%. Flest óðul hafa stækkað og fæðuskilyrði eru góð, svo árið lítur vel út fyrir afkomu refanna.

 • 08.07.2020

  Frjómælingar framan af sumri

  Frjómælingar framan af sumri

  Vallarfoxgras (Phleum pratense)

  08.07.2020

  Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan seinnihluta mars. Á báðum stöðum mældust fá frjókorn í mars og apríl. Á Akureyri var fjöldi frjókorna í maí meiri en í meðalári á meðan hann var undir meðallagi í Garðabæ. Í júní var fjöldi frjókorna á Akureyri nálægt meðallagi en í Garðabæ var hann vel yfir meðallagi. Frjótíma birkis er lokið en frjótími grasa stendur sem hæst.

 • 08.06.2020

  Nýtt rit um rannsóknir í Surtsey

  Nýtt rit um rannsóknir í Surtsey

  Kápa Surtsey Research 14

  08.06.2020

  Surtseyjarfélagið hefur gefið út ritið Surtsey Research 14. Í því eru 14 vísindagreinar eftir 29 höfunda frá sex þjóðlöndum, þar á meðal eru nokkrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands.

 • 03.06.2020

  Miklar gróðurskemmdir eftir eld í Norðurárdal í Borgarfirði

  Miklar gróðurskemmdir eftir eld í Norðurárdal í Borgarfirði

  Gróðureldur í Norðurárdal í Borgarfirði 18.-19. maí 2020

  03.06.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið gróðurskemmdir í Norðurárdal í Borgarfirði eftir elda sem loguðu þar fyrir skömmu. Svæðið sem brann var 13,2 ha að flatarmáli, einkum birkiskógur sem óljóst er hve lengi verður að jafna sig.

 • 27.05.2020

  Rjúpnatalningar 2020

  Rjúpnatalningar 2020

  Rjúpa, fullorðinn karri, Tjörnes 4. maí 2020

  27.05.2020

  Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fækkaði á Norðurlandi en fjölgaði í öðrum landshlutum.

 • 27.05.2020

  Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Blágresi og undafífill

  27.05.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir eftir 15 námsmönnum í sumarstörf til að sinna ýmsum verkefnum við stofnunina. Störfin eru hluti af vinnumarkaðsátaki félagsmálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar og eru opin öllum námsmönnum 18 ára og eldri.

 • 11.05.2020

  Gullsnotra, nýfundinn slæðingur

  Gullsnotra, nýfundinn slæðingur

  Slæðingarnir skógarsóley, Anemone nemorosa, og gullsnotra, Anemone ranunculoides, í Vaðlareitnum í Eyjafirði

  11.05.2020

  Nýverið fannst í Vaðlaskógi í Eyjafirði blómstrandi gullsnotra, Anemone ranunculoides, sem aldrei áður hefur verið skráð hér á landi. Það var fyrir tilstilli starfsmanns Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri, sem tekur þátt í keppninni „Hjólað í vinnuna“, að plantan fannst.

 • 30.04.2020

  Móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands opnar á ný

  Móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands opnar á ný

  Jakobsfífill, Erigeron borealis

  30.04.2020

  Vegna tilslakana yfirvalda á samkomubanni vegna Covid-19 veirunnar hefur verið ákveðið að opna móttöku Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri frá og með 4. maí. Opnunartími á báðum stöðum er kl. 10-15.

   

 • 17.04.2020

  Nýtt yfirlit yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi

  Nýtt yfirlit yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi

  fjolrit_57_kapa.jpg

  17.04.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Annotated Checklist of Vascular Plants of Iceland eftir Paweł Wąsowicz og er það númer 57 í ritröðinni Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Ritið inniheldur lista yfir allar æðplöntur sem þekktar eru á Íslandi, samtals 530 tegundir.

 • 16.04.2020

  Frjókorn farin að mælast í lofti

  Frjókorn farin að mælast í lofti

  Vorboði í Urriðaholti 15. mars 2017, karlreklar elris losa út frjókorn.

  16.04.2020

  Frjómælingar eru hafnar í Garðabæ og á Akureyri og munu þær standa út september. Trjátegundin elri, einnig nefnd ölur, byrjaði að blómgast um síðustu mánaðamót og dreifa frjóum sínum. Fólk með birkiofnæmi getur fundið fyrir ofnæmiseinkennum því frjókorn birkis og elris hafa sömu ofnæmisvaka. Helstu tegundir sem valda ofnæmi á Íslandi eru birki, grös og súrur.

 • 03.04.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands á tímum Covid-19

  Náttúrufræðistofnun Íslands á tímum Covid-19

  Músarindill í Öxarfirði

  03.04.2020

  Vegna Covid-19 verður móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti og á Akureyri lokuð á meðan samkomubann er í gildi. Svarað er í síma á afgreiðslutíma stofnunarinnar alla virka daga kl. 10–15. Á vef stofnunarinnar er ýmiss fróðleikur um náttúru Íslands sem upplagt er að kynna sér í samkomubanni.

 • 01.04.2020

  Lífríki í Hornvík kannað

  Lífríki í Hornvík kannað

  Refur tínir upp ferskan steinbít úr fjöru í Hornvík í mars 2020

  01.04.2020

  Þrisvar á ári stendur Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir vettvangsferðum í friðlandið á Hornströndum til að fylgjast með viðkomu refa og kanna ástand lífríkis. Slík ferð var farin dagana 15.–25. mars s.l. Vetrarlegt var um að litast, rokhvasst og kalt fyrstu tvo sólarhringana og heilmikið brim. Við það fylltist fjaran af nýdauðum steinbítum af öllum stærðum sem voru hinn vænsti fengur fyrir refi og fugla.

 • 24.03.2020

  Biðtími eftir niðurstöðum sveppagreininga lengist

  Biðtími eftir niðurstöðum sveppagreininga lengist

  Myglusveppir á ræktunarskál

  24.03.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands býður upp á greiningu á myglusveppum fyrir almenning og fyrirtæki og fara greiningarnar fram á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri. Stofnunin vill koma því á framfæri að vegna samkomubanns á tímum Covid-19 ganga sveppagreiningar mun hægar fyrir sig en venjulega og viðbúið að biðtími eftir niðurstöðum lengist nokkuð. 

 • 16.03.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hlýtur jafnlaunavottun

  Náttúrufræðistofnun Íslands hlýtur jafnlaunavottun

  Straumandarpar

  16.03.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi stofnunarinnar samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunastaðallinn er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi og nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.

 • 13.03.2020

  Ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands frestað

  Ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands frestað

  Hrafn

  13.03.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur ákveðið að fresta ársfundi stofnunarinnar sem vera átti 1. apríl næstkomandi á Hótel KEA á Akureyri.

 • 10.03.2020

  Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

  Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

  Hrafn

  10.03.2020

  Landsmenn bera áfram mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt nýrri könnun Gallup. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 59% landsmanna.

 • 09.03.2020

  Uppfærð frétt: Hrafnaþingi frestað

  Uppfærð frétt: Hrafnaþingi frestað

  Séð yfir efri hluta Lauffellsmýra á Síðuafrétti

  09.03.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tekið ákvörðun um að fresta Hrafnaþingi sem vera átti miðvikudaginn 11. mars um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar.

 • 25.02.2020

  Hrafnaþingi frestað

  Hrafnaþingi frestað

  25.02.2020

  Hrafnaþingi sem vera átti miðvikudaginn 26. febrúar hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Nánari tímasetning verður auglýst síðar. 

 • 24.02.2020

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

  Í Kreppulindum

  24.02.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 26. febrúar kl. 15:15–16:00. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

 • 10.02.2020

  Hrafnaþing: Vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði

  Hrafnaþing: Vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði

  Búnaði til beitarrannsókna komið fyrir á Fljótsdalsheiði 2019

  10.02.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 12. febrúar kl. 15:15–16:00. Guðrún Óskarsdóttir gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands flytur erindið Vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði.

 • 07.02.2020

  Vinnustofa um vöktun náttúruverndarsvæða

  Vinnustofa um vöktun náttúruverndarsvæða

  Rannveig Anna Guicharnaud flytur erindi á vinnustofu verkefnisins „Vöktun náttúruverndarsvæða“

  07.02.2020

  Fyrsta vinnustofa verkefnisins Vöktun náttúruverndarsvæða var haldin á Náttúrufræðistofnun Íslands dagana 4.–5. febrúar 2020. Meginmarkmið verkefnisins er að setja á laggirnar heildstæða vöktunaráætlun á landsvísu til vöktunar náttúruminja á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna.  Áhersla verður lögð á að vakta áhrif mannsins á vistgerðir og plöntur, fugla, spendýr og jarðminjar.

 • 28.01.2020

  Slæm viðkoma refa á Hornströndum

  Slæm viðkoma refa á Hornströndum

  Mórauður refur í Hornvík

  28.01.2020

  Viðkoma refa á Hornströndum var með slakasta móti árið 2019. Óðul voru færri en venjulega, got sjaldgæfari og yrðlingar fáséðari en áður.  Þetta endurspeglar mögulega slæma afkomu bjargfugla ásamt fleiru, eins og kemur fram í nýútkominni skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um vöktun refa á Hornströndum árið 2019.

 • 13.01.2020

  Hrafnaþing: Vöktun á hrygningu bleikjunnar í Mývatni

  Hrafnaþing: Vöktun á hrygningu bleikjunnar í Mývatni

  vot-n_11-myvatn_ae.jpg

  13.01.2020

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 15. janúarkl. 15:15–16:00. Árni Einarsson vistfræðingur og forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn flytur erindið Vöktun á hrygningu bleikjunnar í Mývatni.

 • 09.01.2020

  Vefþula á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Vefþula á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands

  mosahraunavist-3-sm.jpg

  09.01.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur í samstarfi við Blindrafélagið sett upp vefþulu á íslenskum og enskum vef stofnunarinnar. Með henni verða vefirnir aðgengilegri fyrir stærri hóp fólks.

 • 07.01.2020

  Nýtt jarðfræðikort af Austurlandi

  Nýtt jarðfræðikort af Austurlandi

  Sandfell í Fáskrúðsfirði

  07.01.2020

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út jarðfræðikort af Austurlandi í mælikvarða 1:100.000. Kortið nær yfir svæði sem afmarkast af norðanverðum Hamarsfirði í suðri, Loðmundarfirði í norðri, Skriðdal í vestri og Gerpi í austri.