Biðtími eftir niðurstöðum sveppagreininga lengist

24.03.2020
Fjölbreyttir myglusveppir á ræktunarskál
Picture: Kerstin Gillen

Myglusveppir á ræktunarskál.

Náttúrufræðistofnun Íslands býður upp á greiningu á myglusveppum fyrir almenning og fyrirtæki og fara greiningarnar fram á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri. Stofnunin vill koma því á framfæri að vegna samkomubanns á tímum Covid-19 ganga sveppagreiningar mun hægar fyrir sig en venjulega og viðbúið að biðtími eftir niðurstöðum lengist nokkuð. 

Æskilegt er að hafa samband við sveppafræðing símleiðis áður en sýni er sent til greiningar (sími 5 900 500).