Fréttir
-
30.04.2020
Móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands opnar á ný
Móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands opnar á ný
30.04.2020
Vegna tilslakana yfirvalda á samkomubanni vegna Covid-19 veirunnar hefur verið ákveðið að opna móttöku Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri frá og með 4. maí. Opnunartími á báðum stöðum er kl. 10-15.
-
17.04.2020
Nýtt yfirlit yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi
Nýtt yfirlit yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi
17.04.2020
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Annotated Checklist of Vascular Plants of Iceland eftir Paweł Wąsowicz og er það númer 57 í ritröðinni Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Ritið inniheldur lista yfir allar æðplöntur sem þekktar eru á Íslandi, samtals 530 tegundir.
-
16.04.2020
Frjókorn farin að mælast í lofti
Frjókorn farin að mælast í lofti
16.04.2020
Frjómælingar eru hafnar í Garðabæ og á Akureyri og munu þær standa út september. Trjátegundin elri, einnig nefnd ölur, byrjaði að blómgast um síðustu mánaðamót og dreifa frjóum sínum. Fólk með birkiofnæmi getur fundið fyrir ofnæmiseinkennum því frjókorn birkis og elris hafa sömu ofnæmisvaka. Helstu tegundir sem valda ofnæmi á Íslandi eru birki, grös og súrur.
-
03.04.2020
Náttúrufræðistofnun Íslands á tímum Covid-19
Náttúrufræðistofnun Íslands á tímum Covid-19
03.04.2020
Vegna Covid-19 verður móttaka Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti og á Akureyri lokuð á meðan samkomubann er í gildi. Svarað er í síma á afgreiðslutíma stofnunarinnar alla virka daga kl. 10–15. Á vef stofnunarinnar er ýmiss fróðleikur um náttúru Íslands sem upplagt er að kynna sér í samkomubanni.
-
01.04.2020
Lífríki í Hornvík kannað
Lífríki í Hornvík kannað
01.04.2020
Þrisvar á ári stendur Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir vettvangsferðum í friðlandið á Hornströndum til að fylgjast með viðkomu refa og kanna ástand lífríkis. Slík ferð var farin dagana 15.–25. mars s.l. Vetrarlegt var um að litast, rokhvasst og kalt fyrstu tvo sólarhringana og heilmikið brim. Við það fylltist fjaran af nýdauðum steinbítum af öllum stærðum sem voru hinn vænsti fengur fyrir refi og fugla.