Sumarstörf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

27.05.2020
Blágresi og undafífill
Picture: Erling Ólafsson

Blágresi og undafífill.

Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir eftir 15 námsmönnum í sumarstörf til að sinna ýmsum verkefnum við stofnunina. Störfin eru hluti af vinnumarkaðsátaki félagsmálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar og eru opin öllum námsmönnum 18 ára og eldri.

Störfin sem um ræðir eru ýmist hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ eða Akureyri. Upplýsingar um þau er að finna á vef Vinnumálastofnunar og þar á jafnframt að sækja um. Umsóknarfrestur er til 5. júní.