Ársskýrsla 2019

02.10.2020
 Hrafn (Corcus corax) á Höfða í Skagafirði
Picture: Erling Ólafsson

Hrafn (Corcus corax) á Höfða í Skagafirði. Myndin prýðir kápu Ársskýrslu 2019.

Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir árið 2019 er komin út á rafrænu formi. Í henni er fjallað um helstu verkefni ársins og rekstrarþætti.

Ársfundur stofnunarinnar var ekki haldinn á árinu vegna heimsfaraldurs Covid-19. Ársskýrslan er hins vegar efnismikil þar sem litið er yfir verkefni sem voru í brennidepli á árinu og margþætta starfsemi stofnunarinnar. Meðal annars er fjallað um merkingu hafarna með leiðarritum, útsel í Surtsey, skráningu refagrenja, trjábolaför við Ófeigsfjörð og plast í refum. Þá er fjallað um ýmis vöktunarverkefni eins og vöktun friðlýstra svæða, fiðrildavöktun, vöktun mófugla á Mýrum og vöktun jökla á Tröllaskaga. Gefið er yfirlit yfir alþjóðlegt samstarf stofnunarinnar, útgáfu og miðlun, og ársreikningur birtur. 

Ársskýrsla 2019