Hrafnaþing: Rimamýrar á Íslandi – útbreiðsla og einkenni

30.10.2020
Séð yfir efri hluta Lauffellsmýra á Síðuafrétti
Picture: Sigmar Metúsalemsson

Séð yfir efri hluta Lauffellsmýra á Síðuafrétti.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju eftir hlé miðvikudaginn 4. nóvember. Vegna takmarkana í tengslum við Covid-19 verða erindi haustið 2020 flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Fyrsta erindið með þessu sniði verður flutt af Borgþóri Magnússyni plöntuvistfræðingi og Sigurði H. Magnússyni gróðurvistfræðingi og nefnist það „Rimamýrar á Íslandi: útbreiðsla og einkenni“.

Í fyrirlestrinum verður sagt frá rimamýrum, einkennum þeirra, útbreiðslu og verndun. Einkanlega verður fjallað um Lauffellsmýrar og Miklumýrar. Útdráttur úr erindinu.

Hrafnaþing hefst kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00. 

Dagskrá Hrafnaþings