Samantekt frjómælinga 2020

09.10.2020
Haustlitir í Paradísarlaut í Grábókarhrauni, Borgarfirði.
Picture: María Harðardóttir

Haustlitir í Paradísarlaut í Grábrókarhrauni, Borgarfirði, í október 2020.

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2020. Á Akureyri var fjöldi heildarfrjókorna talsvert undir meðallagi en því var öfugt farið í Garðabæ þar sem mun meira var af frjókornum en í meðalári.

Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna 3.147 frjó/m3 og voru grasfrjó langalgengust (54%). Hlutfall birkifrjóa var 14%, asparfrjóa 10% og súrufrjóa 3%. Um 15% frjókorna voru af ýmsum tegundum sem jafnan ber lítið á. Flest frjókorn voru í lofti í ágústmánuði eða um 40% af frjókornum sumarsins.

Í Garðabæ var fjöldi frjókorna 4.236 frjó/m3. Af þeim voru grasfrjó 40%, furu- og grenifrjó 30%, birkifrjó 15%, súrufrjó 2% og asparfrjó 1%. Frjókorn ýmissa tegunda sem jafnan ber lítið voru 8%. Flest frjókorn mældust í júní eða um 59% af frjókornum sumarsins.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2020

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2020