Fréttir
-
23.12.2021
Jólakveðja
Jólakveðja
23.12.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
-
16.12.2021
Fuglamerkingar 2020
Fuglamerkingar 2020
16.12.2021
Árið 2020 voru alls merktir 11.109 fuglar af 79 tegundum hér á landi. Merkingamenn voru 47 talsins og mest var merkt af skógarþröstum og auðnutittlingum. Alls bárust 1.840 tilkynningar um endurheimtur og álestra af merkjum.
-
14.12.2021
Ný skýrsla á vegum Bernarsamningsins um notkun framandi ágengra trjátegunda í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum
Ný skýrsla á vegum Bernarsamningsins um notkun framandi ágengra trjátegunda í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum
14.12.2021
Á fundi fastanefndar Bernarsamningsins sem haldinn var dagana 29. nóvember til 3. desember var lögð fram skýrsla sem ætlað er að auka vitund stjórnvalda um áhættuna sem fylgir því að nota ágengar framandi trjátegundir til að sporna við loftslagsbreytingum.
-
07.12.2021
Hrafnaþing: Mynd af manni, ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings
Hrafnaþing: Mynd af manni, ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings
07.12.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 8. desember kl. 15:15–16:00. Sigrún Helgadóttir, líf- og umhverfisfræðingur, flytur erindið „Mynd af manni, ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings“.
-
06.12.2021
Góð staða skarfastofna
Góð staða skarfastofna
06.12.2021
Mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á varpstofni dílaskarfa og toppskarfa hér á landi sýnir nánast óbreytt ástand beggja stofna milli áranna 2020 og 2021. Dregið hefur úr örri fjölgun toppskarfa sem var vart 2019 og 2020 eftir langvarandi fækkun. Skarfaveiði síðustu 25 ára hefur lengst af verið sjálfbær, samkvæmt skráningu í veiðikortakerfi enda hefur dílaskarfi fjölgað um 20 ára skeið þrátt fyrir mikla sókn.
-
01.12.2021
Greiningar á myglusveppum á aðventunni
Greiningar á myglusveppum á aðventunni
01.12.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á að nú þegar jólin nálgast er fyrirsjáanlegt að meirihluti innisveppasýna sem berast til greiningar í desember verður ekki greindur fyrr en á nýju ári.
-
25.11.2021
Eyþór Einarsson grasafræðingur látinn
Eyþór Einarsson grasafræðingur látinn
25.11.2021
Eyþór Einarsson grasafræðingur lést þriðjudaginn 24. nóvember 2021, 92 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 1. desember. Eyþór starfaði alla sína starfsævi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1999.
-
24.11.2021
Talningar á grágæsum
Talningar á grágæsum
24.11.2021
Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 27.–28. nóvember 2021. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga og hvenær sást síðast fugla á gæsaslóðum.
-
23.11.2021
Hrafnaþing: Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni
Hrafnaþing: Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni
23.11.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 24. nóvember kl. 15:15–16:00. Birgir Vilhelm Óskarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni“.
-
22.11.2021
Holdafar rjúpna haustið 2021
Holdafar rjúpna haustið 2021
22.11.2021
Holdafar rjúpna, bæði fullorðinna fugla og ungra fugla, er mun betra en í fyrra og reyndar með því besta sem mælst hefur frá upphafi mælinga 2006. Þetta sýna mælingar á fuglum sem veiddir voru á Norðausturlandi í fyrri hluta nóvember.
-
19.11.2021
Breytingar á stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands
Breytingar á stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands
19.11.2021
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands tímabundið í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, til eins árs frá og með 1. janúar næstkomandi.
-
09.11.2021
Hrafnaþing: Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd
Hrafnaþing: Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd
09.11.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 10. nóvember kl. 15:15–16:00. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd“.
-
03.11.2021
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands
03.11.2021
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands var haldinn dagana 19.–20. október á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Að þessu sinni var um að ræða vinnufund þar sem rætt var um innra starf stofnunarinnar, unnið að stefnumótun nokkurra málaflokka og rætt samstarf á milli Náttúrufræðistofnunar Íslands og náttúrustofa.
-
28.10.2021
Talningar á heiðagæsum
Talningar á heiðagæsum
28.10.2021
Heiðagæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 30.–31. október 2020. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga.
-
25.10.2021
Hrafnaþing: Biological invasions in Iceland: insights from a botanist
Hrafnaþing: Biological invasions in Iceland: insights from a botanist
25.10.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 27. október kl. 15:15–16:00. Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Biological invasions in Iceland: insights from a botanist“.
-
19.10.2021
Ársskýrsla 2020
Ársskýrsla 2020
19.10.2021
Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir árið 2020 er komin út á rafrænu formi. Í henni er fjallað um helstu verkefni ársins og rekstrarþætti.
-
19.10.2021
Stofnunin lokuð vegna ársfundar
Stofnunin lokuð vegna ársfundar
19.10.2021
Vinsamlega athugið að Náttúrufræðistofnun Íslands er lokuð dagana 19. og 20. október vegna ársfundar.
-
08.10.2021
Samantekt frjómælinga 2021
Samantekt frjómælinga 2021
08.10.2021
Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2021. Á Akureyri var fjöldi frjókorna töluvert meiri en í meðalári en í Garðabæ hafa aldrei áður mælst svo fá frjókorn.
-
07.10.2021
Veiðiþol rjúpnastofnsins 2021
Veiðiþol rjúpnastofnsins 2021
07.10.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2021 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar Umhverfisstofnun með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 20 þúsund fuglar.
-
16.09.2021
Dagur íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru
16.09.2021
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni hans er fólk hvatt til að fagna íslenskri náttúru og efla tengslin við hana af ábyrgð og virðingu.
-
07.09.2021
Frjómælingar í ágúst
Frjómælingar í ágúst
07.09.2021
Frjómælingar í ágúst sýndu að magn frjókorna í lofti á Akureyri var mikið, einkum fyrri hluta mánaðar. Í Garðabæ voru frjókorn hins vegar færri en í meðalári.
-
27.08.2021
Málþing um jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja
Málþing um jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja
27.08.2021
Málþing um átaksverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Íslenskra orkurannsókna og Náttúrufræðistofnunar Íslands í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja verður haldið 1. september næstkomandi kl. 13-15 á Grand Hótel.
-
25.07.2021
Surtseyjarleiðangur jarðfræðinga 2021
Surtseyjarleiðangur jarðfræðinga 2021
25.07.2021
Rannsóknaleiðangur jarðfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar var farinn 15.–18. júlí. Í leiðangrinum var unnið að landmælingum og loftmyndatöku með flygildum, mælingar gerðar á hitaútstreymi, sýni sótt og ný undirbúin vegna langtímarannsókna á borholum og ný rannsókn gerð á fótsporum manna sem hafa varðveist í móberginu í Surtsey.
-
20.07.2021
Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2021
Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2021
20.07.2021
Nýjar tegundir fundust í Surtseyjarleiðangri líffræðinga um miðjan júlí. Talsvert hefur hægt á landnámi lífvera í eynni hin seinni ár og telst það ávallt til tíðinda er nýir landnemar finnast.
-
16.07.2021
Takmörkuð þjónusta vegna sumarleyfa
Takmörkuð þjónusta vegna sumarleyfa
16.07.2021
Vegna sumarleyfa starfsfólks verður móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri lokuð frá og með mánudeginum 19. júlí til og með 30. júlí.
-
08.07.2021
Frjómælingar í júní
Frjómælingar í júní
08.07.2021
Frjómælingar í júní sýndu að magn frjókorna í lofti á Akureyri var mikið, þrátt fyrir kaldan mánuð. Í Garðabæ hafa hins vegar sjaldan mælst jafn fá frjókorn í júnímánuði.
-
17.06.2021
Ólafur Karl Nielsen sæmdur riddarakrossi
Ólafur Karl Nielsen sæmdur riddarakrossi
17.06.2021
Í dag, 17. júní, sæmdi forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, 14 Íslendinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þar á meðal var Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands sem var sæmdur orðunni fyrir rannsóknir á íslenskum fuglum, ekki síst fálka og rjúpu, og miðlun þekkingar á því sviði.
-
07.06.2021
Fjöldi frjókorna undir meðaltali í vor
Fjöldi frjókorna undir meðaltali í vor
07.06.2021
Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan 15. mars. Á báðum stöðum var fjöldi frjókorna undir meðallagi í vor.
-
03.06.2021
Vöktun náttúruverndarsvæða vegna ágangs ferðamanna
Vöktun náttúruverndarsvæða vegna ágangs ferðamanna
03.06.2021
Skipulögð vöktun á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna er hafin sumarið 2021. Í sumar mun vöktun fara fram á um 80 svæðum og 32 svæði til viðbótar verða kortlögð fyrir mögulega vöktun í framtíðinni.
-
01.06.2021
Átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja
Átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja
01.06.2021
Undirritaður hefur verið rammasamningur um fimm ára átak í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja. Það voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Þorkell Lindberg Þórarinsson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands og Árni Magnússon forstjóri Íslenskra orkurannsókna sem undirrituðu samninginn, sem er framhald rammasamnings um sama verkefni sem undirritaður var í desember 2018 og tók til áranna 2019 og 2020.
-
28.05.2021
Rjúpnatalningar 2021
Rjúpnatalningar 2021
28.05.2021
Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2021 er lokið. Rjúpum fækkaði í öllum landshlutum.
-
26.05.2021
Umfang gróðurelda við gosstöðvar við Fagradalsfjall endurmetið
Umfang gróðurelda við gosstöðvar við Fagradalsfjall endurmetið
26.05.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur endurmetið umfang gróðurelda við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Eldar hafa nú sviðið gróður á um 31 ha lands utan nýja hraunsins.
-
18.05.2021
Gróðureldar við gosstöðvar við Fagradalsfjall
Gróðureldar við gosstöðvar við Fagradalsfjall
18.05.2021
Það sem af er maímánuði hefur borið á gróðureldum við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Þeirra varð fyrst vart í byrjun maí og hefur útbreiðsla þeirra aukist síðan þá. Þann 10. maí var stærð brunasvæðisins áætluð um 25 ha. Það er einkum mosinn hraungambri (Racomitrium lanuginosum) sem hefur orðið eldinum að bráð og í honum vaxa fáeinar tegundir æðplantna strjált.
-
14.05.2021
Átak í skráningu æðplantna
Átak í skráningu æðplantna
14.05.2021
Stjórn Flóruvina, sem er hópur áhugafólks um íslenska flóru, og Hið íslenska náttúrufræðifélag hafa boðað til sumarátaks sem hefur það að markmiði að bæta þekkingu á útbreiðslu æðplantna á Íslandi. Átakið felst í að skrá plöntur í reitakerfi Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem upplýsingar skortir.
-
12.05.2021
Gróðureldar í Heiðmörk
Gróðureldar í Heiðmörk
12.05.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið gróðurskemmdir í Heiðmörk eftir elda sem loguðu þar 4.–5. maí. Svæðið sem brann var 56,5 ha að flatarmáli, einkum gamlar lúpínubreiður með ýmsum trjátegundum.
-
11.05.2021
Auglýst eftir starfsfólki
Auglýst eftir starfsfólki
11.05.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérfræðings í gagnagrunnum og landupplýsingum. Að auki óskar stofnunin eftir að ráða 10 námsmenn í sumarstörf til að sinna ýmsum verkefnum við stofnunina.
-
05.05.2021
Refastofninn réttir úr sér
Refastofninn réttir úr sér
05.05.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að endurmeta stærð íslenska refastofnsins fram til ársins 2018. Samkvæmt niðurstöðum var áætluð lágmarksstærð stofnsins um 8.700 dýr haustið 2018.
-
04.05.2021
Hrafnaþing: Staða og þróun bjargfuglarannsókna á Íslandi
Hrafnaþing: Staða og þróun bjargfuglarannsókna á Íslandi
04.05.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 5. maí. Þorkell Lindberg Þórarinsson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands flytur erindið „Staðið við gluggann – staða og þróun bjargfuglarannsókna á Íslandi.“
-
27.04.2021
Lífríki Hornvíkur kannað í mars
Lífríki Hornvíkur kannað í mars
27.04.2021
Tilhugalíf og pörun refa í Hornvík stóð sem hæst þegar leiðangursfólk á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands heimsótti svæðið í lok mars síðastliðinn. Sjófuglar voru í miklum fjölda að setjast upp í björgin og nokkrir landselir voru á sveimi.
-
26.04.2021
Spáð fyrir um frjókorn í andrúmslofti
Spáð fyrir um frjókorn í andrúmslofti
26.04.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands birtir nú frjókornaspár fyrir Akureyri og höfuðborgarsvæðið. Við gerð spánna eru frjómælingagögn og nýjasta veðurspá notuð til að áætla hversu mikið af frjókornum má búast við næstu daga.
-
20.04.2021
Stofnmat fyrir íslenska rjúpnastofninn
Stofnmat fyrir íslenska rjúpnastofninn
20.04.2021
Nýverið var lokið við að uppfæra stofnlíkan fyrir rjúpu sem byggir á veiðitölum og aldursgreiningum úr afla og varpstofni en með slíkri aðferð er hægt að meta samtímis stofnstærð og afföll fyrir mismunandi aldurshópa. Landbúnaðarháskóli Íslands vann stofnmatið fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.
-
19.04.2021
Hrafnaþing: Kortlagning íslenskra víðerna
Hrafnaþing: Kortlagning íslenskra víðerna
19.04.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn, 21. apríl. Dr. Stephen Carver vísindamaður við Háskólann í Leeds og forstjóri Wildland Reaserch Institute flytur erindið „Mapping Iceland’s wilderness.“ Erindið verður flutt á ensku.
-
15.04.2021
Frjókornamælingar hafnar
Frjókornamælingar hafnar
15.04.2021
Frjómælingar hófust í Garðabæ og á Akureyri 15. mars og standa þær yfir til 30. september. Í mars og það sem af er apríl hafa nánast engin frjókorn mælst, enda hefur verið kalt í veðri. Gera má ráð fyrir að þeim fjölgi hratt þegar hlýnar og gróðurinn tekur við sér
-
12.04.2021
Þrívíddarlíkön af gossvæðinu við Fagradalsfjall
Þrívíddarlíkön af gossvæðinu við Fagradalsfjall
12.04.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur, í samvinnu við Almannavarnir, Landmælingar Íslands og Háskóla Íslands, birt þrívíddarlíkön af gossvæðinu í Geldingadölum. Líkönin má skoða á vef stofnunarinnar.
-
06.04.2021
Hrafnaþing: um frjókorn og frjókornaspár
Hrafnaþing: um frjókorn og frjókornaspár
06.04.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn, 7. apríl. Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz plöntulífeðlis- og eiturefnafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „The art and science of pollen forecasting in Iceland.“ Erindið verður flutt á ensku.
-
26.03.2021
Vísindagrein um frjókornavöktun á Íslandi
Vísindagrein um frjókornavöktun á Íslandi
26.03.2021
Birt hefur verið greinin „Characterisation of pollen seasons in Iceland based on long-term observations: 1988–2018“ í tímaritinu Aerobiologia. Hún fjallar um frjókornavöktun á Íslandi síðustu þrjá áratugi og eru höfundarnir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands.
-
18.03.2021
Hrafnaþing: Ferðir ungra arna kortlagðar með rafeindatækni
Hrafnaþing: Ferðir ungra arna kortlagðar með rafeindatækni
18.03.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn, 24. mars. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Ferðir ungra arna kortlagðar með rafeindatækni“. Erindið var áður auglýst 10. mars síðastliðinn en var frestað.
-
17.03.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands nýtur mikils trausts landsmanna
Náttúrufræðistofnun Íslands nýtur mikils trausts landsmanna
17.03.2021
Landsmenn bera áfram mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt nýrri könnun Gallup. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 65% landsmanna.
-
10.03.2021
Hrafnaþingi frestað
Hrafnaþingi frestað
-
05.03.2021
Hrafnaþing: Ferðir ungra arna kortlagðar með rafeindatækni
Hrafnaþing: Ferðir ungra arna kortlagðar með rafeindatækni
05.03.2021
Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn, 10. mars. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Ferðir ungra arna kortlagðar með rafeindatækni“.
-
19.02.2021
Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?
Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?
19.02.2021
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 24. febrúar. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?
-
09.02.2021
Hrafnaþing: Lesið í minjalandslag
Hrafnaþing: Lesið í minjalandslag
09.02.2021
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 10. febrúar. Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn flytur erindið „Lesið í minjalandslag“.
-
26.01.2021
Hrafnaþing: Áhrif silfurbergs frá Helgustöðum í Reyðarfirði á þróun náttúruvísindanna
Hrafnaþing: Áhrif silfurbergs frá Helgustöðum í Reyðarfirði á þróun náttúruvísindanna
26.01.2021
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 27. janúar. Kristján Leósson vísindamaður flytur erindið „Áhrif silfurbergs frá Helgustöðum í Reyðarfirði á þróun náttúruvísindanna“.
-
15.01.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi á sviði náttúru- og umhverfismála
Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi á sviði náttúru- og umhverfismála
15.01.2021
Náttúrufræðistofnun Íslands leitar að sérfræðingi til að starfa við og halda utan um álit, umsagnir og ráðgjöf mála á verksviði stofnunarinnar, m.a. í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, skipulagsáætlanir og náttúruverndarmál. Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2021.