Hrafnaþing: Lesið í minjalandslag

09.02.2021
Garðlög um fornbæ í Reykjahverfi, Suður-Þingeyjarsýslu
Picture: Árni Einarsson

Garðlög um fornbæ í Reykjahverfi, Suður-Þingeyjarsýslu.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 10. febrúar. Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn flytur erindið „Lesið í minjalandslag“.

Víða um land má sjá skýr merki um fornminjar. Stór hluti þeirra er frá fyrstu öldum Íslands byggðar. Myndatökur af minjunum úr flugvél og dróna og með aðstoð gervitunglamynda og jarðvegssniða gefur ómetanlegar upplýsingar um elstu byggðina í landinu. Í erindinu verður farið yfir helstu minjaflokka og hvernig þeir birtast á yfirborði jarðar. Myndirnar leiða í ljós að gagngerar breytingar hafa orðið snemma á túnræktun og byggðamynstri.

Vegna takmarkana í tengslum við Covid-19 verður erindið eingöngu flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Það hefst kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00. 

Fyrirlesturinn á Teams