Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

19.02.2021
Í Kreppulindum
Picture: Agnes Brá Birgisdóttir

Í Kreppulindum árið 2019.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 24. febrúar. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?

Í fyrirlestrinum verður fjallað um vöktun og rannsóknir á svæðinu og rætt um möguleika á nýjum rannsóknum.

Útdráttur úr erindinu

Vegna takmarkana í tengslum við Covid-19 verður erindið eingöngu flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Það hefst kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00.

Fyrirlesturinn á Teams