Hrafnaþing: Kortlagning íslenskra víðerna

19.04.2021
Picture: Stephen Carver

Ljósmynd tekin á Ströndum við kortlagningu víðerna, sumarið 2019.

Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn, 21. apríl. Dr. Stephen Carver vísindamaður við Háskólann í Leeds og forstjóri Wildland Reaserch Institute flytur erindið „Mapping Iceland’s wilderness.“ Erindið verður flutt á ensku.

Í erindinu verður greint frá hvaða tækni og aðferðir voru notaðar við kortlagningu víðerna á virkjunarsvæði Hvalár í Ófeigsfirði og rætt um hvernig mætti nýta þær til að þróa víðernaáætlun fyrir Ísland. 

Útdráttur úr erindinu

Vegna takmarkana í tengslum við Covid-19 verður erindið eingöngu flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Það hefst kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00.

Fyrirlesturinn á Teams